Nýr skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar ráðinn
Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með áramótum. Hún leysir af þá tvo skólastjóra sem stjórnað hafa skólanum frá haustinu.
Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með áramótum. Hún leysir af þá tvo skólastjóra sem stjórnað hafa skólanum frá haustinu.
Töluverð vandræði hafa hlotist af bíleigendum sem lagt hafa bílum sínum á athafnasvæði rútufyrirtækisins Sæti við flugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við að greiða bílastæðisgjöld við flugstöðvarbygginguna sjálfa.
Ellefu dagar eru nú liðnir síðan Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hóf innheimtu dagssekta á fyrirtækið Móglí ehf. vegna mikillar olíumengunar á tveimur lóðum þess á Eskifirði. Enn hefur fyrirtækið í engu brugðist við.
Lögreglan á Austurlandi hefur tekið í notkun nýja bifreið sem ætluð er sérstaklega til landamæravörslu í umdæminu. Bifreiðin hlaðin ýmsum þeim tækjabúnaði sem ekki finnst venjulega í hefðbundnum lögreglubifreiðum.
Hópur erlendra ferðamanna óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að þau villtust í gönguferð á Fljótsdalsheiði. Fólkið fannst fljótt og vel eftir að björgunarsveitir komu á staðinn.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.