Akstursíþróttafélagið Start stendur fyrir keppni í snjókrossi í Stafdal á laugardag. Skipuleggjandi segir undirbúning mótsins hafa gengið vel þótt í ýmis horn sé að líta.
Farþegar sem keypt höfðu farmiða með WOW Air geta gert endurkröfu vegna ferða sem ekki hafi verið farnar hafi þeir greitt með debet- eða kreditkorti. Sparisjóður Austurlands hefur þegar hafið móttöku slíkra krafna.
Starfsmenn AFLs Starfsgreinafélags innheimta milljónir í vangoldin laun fyrir félagsmenn sína í hverri viku. Dæmi eru um að atvinnurekendur notist við alþjóðlegar greiðslugáttir til að sleppa framhjá íslensku eftirliti.
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sýnir næstu þrjú fimmtudagskvöld myndirnar þrjár sem tilnefndar voru sem heimildamyndir ársins á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð.
Skemmtiferðaskipið Viking Sky, sem varð vélarvana við strendur Noregs um síðustu helgi, á samkvæmt áætlun að koma fjórum sinnum til Seyðisfjarðar í sumar.
Reyðfirðingum verður gefinn kostur á að kjósa um nafn á nýrri ísbúð sem opnar í húsnæði sem áður hýsti Shell-stöðina á sunnudag. Fallið hefur verið frá samkrulli ísbúðarinnar við rafrettuverslun í merki og heiti hússins. Eigandi segir það ekki hafa hugsað til markaðssetningar heldur lýsa þeirri starfsemi sem í húsinu væri.
Foreldrar á Reyðarfirði eru gagnrýnir samkrull ísbúðar og verslunar með rafrettur undir sama heiti og merki á staðnum. Eigandi fyrirtækjanna segir að farið sé í einu og öllu eftir landslögum sem geri ráð fyrir skírum aðskilnaði rafretta frá annarri vöru.