Allar fréttir

Enn mikill áhugi á snjókrossi

Akstursíþróttafélagið Start stendur fyrir keppni í snjókrossi í Stafdal á laugardag. Skipuleggjandi segir undirbúning mótsins hafa gengið vel þótt í ýmis horn sé að líta.

Lesa meira

Innheimta milljónir í vangoldin laun í hverri viku

Starfsmenn AFLs Starfsgreinafélags innheimta milljónir í vangoldin laun fyrir félagsmenn sína í hverri viku. Dæmi eru um að atvinnurekendur notist við alþjóðlegar greiðslugáttir til að sleppa framhjá íslensku eftirliti.

Lesa meira

Heimildamyndakvöld í Sláturhúsinu næstu fimmtudaga

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sýnir næstu þrjú fimmtudagskvöld myndirnar þrjár sem tilnefndar voru sem heimildamyndir ársins á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð.

Lesa meira

Viking Sky væntanlegt til Seyðisfjarðar

Skemmtiferðaskipið Viking Sky, sem varð vélarvana við strendur Noregs um síðustu helgi, á samkvæmt áætlun að koma fjórum sinnum til Seyðisfjarðar í sumar.

Lesa meira

Skoðanakönnun meðal Reyðfirðinga um nafn á nýju ísbúðina

Reyðfirðingum verður gefinn kostur á að kjósa um nafn á nýrri ísbúð sem opnar í húsnæði sem áður hýsti Shell-stöðina á sunnudag. Fallið hefur verið frá samkrulli ísbúðarinnar við rafrettuverslun í merki og heiti hússins. Eigandi segir það ekki hafa hugsað til markaðssetningar heldur lýsa þeirri starfsemi sem í húsinu væri.

Lesa meira

Foreldrar gagnrýna samkrull ísbúðar og rafrettuverslunar

Foreldrar á Reyðarfirði eru gagnrýnir samkrull ísbúðar og verslunar með rafrettur undir sama heiti og merki á staðnum. Eigandi fyrirtækjanna segir að farið sé í einu og öllu eftir landslögum sem geri ráð fyrir skírum aðskilnaði rafretta frá annarri vöru.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar