Allar fréttir

Hrifinn af Ívari Ingimarssyni

Steve Coppell, sem á dögunum ákvað að hætta störfum sem knattspyrnustjóri enska 1. deildar liðsins Reading, hældi Stöðfirðingnum Ívari Ingimarssyni í hástert í viðtali við Reading Evening Post í gær. Hann segir m.a. að kaupin á Ívari séu þau bestu sem hann gerði í þau fimm og hálft ár sem hann var við stjórnvölinn hjá félaginu.var_ingimars.jpg

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið 1. júní

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem viðkomu hefur á Djúpavogi þetta sumarið er væntanlegt þangað 1. júní. Það er Spirit of Adventure sem kemur þá til hafnar með þrjú hundruð og fimmtíu farþega. Djúpavogshreppur ætlar að taka vel á móti farþegunum. Hefur ferða- og menningarráð ákveðið að þennan dag verði markaðsstemning í bænum þar sem ýmislegt kræsilegt verður til sölu, svo sem íslenskt handverk og matvörur tengdar svæðinu. Má þar nefna sultutau og kæstan hákarl. Svo er bara að biðla til veðurguðanna, en fáir staðir eru jafn yndisfagrir og Djúpivogur í ljúfu og björtu veðri.

spirit-of-adventure-pc-01_900.jpg

Málþing um samgöngumannvirki - Tækifæri á Austurlandi

Þróunarfélag Austurlands og Samband sveitarfélaga á Austurlandi standa fyrir málþingi þriðjudaginn 2. júní n.k. frá kl 15:00-18:00. Þingið verður haldið í matsal Alcoa/Fjarðaáls (álverslóð) og eru allir velkomnir.

ssa.jpg

Lesa meira

Elvis - leiðin heim frumsýnt á morgun

Elvis - leiðin heim, er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Sigurð Ingólfsson og verður frumsýnt í Bragganum á Egilsstöðum þann 30. maí næstkomandi.  Leikritið fjallar um hundinn Elvis sem stingur af heiman frá sér og hittir ýmis dýr á ferðum sínum.  Honum er þó hugleiknast að komast heim til sín og um það fjallar leikritið.

brownlabrador.jpg

Lesa meira

Austurgluggavefurinn aftur í loftið

Lesendur fréttagáttarinnar eru beðnir velvirðingar á því að austurglugginn.is hefur lítið verið í loftinu síðustu daga vegna tæknilegra vandkvæða. Nú hefur verið unninn bugur á þeim og því halda fréttir áfram að birtast með reglulegum hætti á vefnum.

r.jpg

Grunnskólanemendur í fornleifafræði

Eitt af nýjustu verkefnum safnkennslunnar á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum er fornleifauppgröftur fyrir nemendur. Nemendur undirbúa heimsókn sína á safnið með vefleit þar sem þeir afla sér upplýsinga um fornleifar, jarðlög og staðarins þar sem uppgröftur fer fram í þykjustunni. Þeir koma síðan á safnið 8-10 saman í hóp. Heimsóknin hófst á því að skoða nýja sýningu safnsins, Dauðir rísa - úr gröfum Skriðuklausturs, en hún tengist uppgreftri beinagrinda frá Skriðuklaustri. Nemendur fengu leiðbeiningar um aðferðir fornleifafræðinga við uppgröft og brugðu sér sjálfir í gervi fornleifafræðinga með tilheyrandi áhöldum og sérstöku skráningarblaði.

beinagrind.jpg

Lesa meira

Frysting á síld hafin á Vopnafirði

Fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessari vertíð barst til Vopnafjarðar nú í morgun er áhöfnin á Faxa RE kom þangað með rúmlega 400 tonna afla. Löndun hófst þegar í stað eftir að skipið lagðist að bryggju um tíuleytið og fór síldin til vinnslu í fiskiðjuveri HB Granda þar sem hún er flökuð og fryst.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.