Jónas Vigfússon skrifar:Viltu að fyrirtækið þitt komi vel út úr kreppunni? Viltu að stofnunin sem þú ert að stýra nái tökum á verkefnum sínum þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð? Fréttir benda til að allt of margir stjórnendur séu í biðstöðu þessar
vikurnar. Eftir hverju menn eru að bíða er óljóst, sumir tala um að sjá hvað gerist næst hjá ríkisstjórninni, aðrir segja að þeir vilji sjá hvernig gengið þróast o.s.frv.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi er stórhuga varðandi útgáfu sína í ár. Úrval ljóða og sagna eftir Gunnar Valdimarsson frá Teigi í Vopnafirði kemur út í endaðan maí. Um mitt sumar hyggst félagið gefa út bókina Og lífsfljótið streymir, eftir Oddnýju Björgvinsdóttur frá Fáskrúðsfirði og í sumarlok kemur út bókin Bréf til næturinnar, eftir Kristínu Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Verður sú bók níunda bók bókaflokksins Austfirsk ljóðskáld.
Félagið sótti um styrk hjá Menningarráði Austurlands og fékk 300 þúsund til útgáfunnar.
Í fyrra kom út ljóðabókin Vébönd, eftir Þorstein Bergsson og hefur hún hlotið ágætar viðtökur.
Þriðjudaginn 19. maí sl. voru opnuð tilboð í 11 km. kafla á milli Litla Sandfells og Haugaár í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Átta tilboð bárust í verkið, en kostnaðaráætlun var 495 milljónir kr. Innifalið í verkinu er bygging þriggja brúa. Í fréttatilkynningu frá Héraðsverki ehf., sem var lægstbjóðandi, er fyrirtækið þrautreynt verktakafyrirtæki á Egilsstöðum og hefur yfir 20 ára reynslu í stærri verkefnum á sviði jarðvegsframkvæmda. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 65% af kostnaðaráætlun, en upp á síðkastið hafa tilboð í mjög stór verk verið á milli 50 og 60% af kostnaðaráætlun.
Brynjar Valdimarsson og Sverrir Garðarsson skrifa: Á Íslandi ríkir neyðarástand. Þetta neyðarástand er ekki sjálfskapað og hverfur því ekki að sjálfu sér. Við þurfum, sem þjóð, að bretta upp ermar og spýta í lófa til að vinna bug á því ástandi sem hefur skapast. Við höfum sogast inn í ákveðna stöðu, þar sem allt okkar frármagn fer í að greiða niður lán sem hafa tvöfaldast, ef ekki þrefaldast, á skömmum tíma. Við höfum ekkert á milli handanna til að lifa á, neysla hefur dregist saman og við stöndum ráðþrota frammi fyrir hrúgu ógreiddra reikninga.
Hundaklúbbur Austurlands var stofnaður í febrúar árið 2007. Á stofnfund mættu um tuttugu manns og var vilji til að stofna félag þar sem fólk gæti deilt þessu áhugamáli sínu og sem vettvang fyrir námskeið í hundahaldi. Metete Myrheim á Egilsstöðum segir stofnun klúbbsins bráðnauðsynlega enda sé mjög mikilvægt að fólk læri að umgangast hunda sína og þjálfa þá.
Tónleikar Kórs Flensborgarskóla í Hafnarfirði verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði annað kvöld kl. 20:00.
Með vortónleikum þessum lýkur hefðbundnu vetrarstarfi ungmennanna í Kór Flensborgarskólans og hluti söngvara kveður kórinn um leið og þeir útskrifast frá skólanum.
Nokkrir aðilar á Austurlandi hafa verið að skoða möguleika á að fá til afnota hluta af húsnæði í Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum og koma þar upp viðurkenndri aðstöðu til vinnslu á ýmiss konar matvælum sem einstaklingar og/eða fyrirtæki gætu fengið tímabundin afnot af gegn sanngjarnri leigu.