Allar fréttir

Flytja súkkulaði og kaffi frá Ekvador inn til Reyðarfjarðar

Reyðfirðingarnir Daði Páll Þorvaldsson og Lupe Alexandra Luzuriaga Calle hófu nýverið innflutningi á bæði súkkulaði og kaffi frá Ekvador, fæðingarlandi Lupe. Þau segja miklar hefðir í kringum súkkulaðið sem sé þar drukkið eins og Íslendingar drekka kaffi.

Lesa meira

Greiða milljón til viðbótar vegna eignarnáms á Efri-Jökuldal

Landeigandi á Efri-Jökuldal sætti sig ekki við tilboð Vegagerðarinnar vegna landnáms 30 metra breiðrar landspildu undir vegsvæði nýs Jökuldalsvegar. Úrskurður matsnefndar í málinu féll í síðasta mánuði þar sem bætur til eigandans voru hækkaðar.

Lesa meira

Kjarasamningar milli AFLs og sveitarfélaganna í Höfn

Skrifað hefur verið undir kjarasamninga milli AFLs starfsgreinafélags og sveitarfélaganna á starfssvæði AFLs. Forsendan var lausn deilu við Sveitarfélagið Hornafjörð sem leystist áður en til boðaðs verkfalls kom.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða semja um samstarf

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða undirrituðu í dag nýjan þriggja ára samning um samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í sveitarfélaginu. Samningurinn felur í sér að sveitarfélagið styrkir félagið um 1,5 milljónir króna á næstu þremur árum.

Lesa meira

Sjá fyrir þörf á 13% meiri raforku á Austurlandi fram til 2050

Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir að 13% meiri raforku þurfi inn á Austurland fyrir árið 2050. Ekki er spáð aukningu á raforku til stóriðju á tímabilinu en orka fyrir mögulega rafeldsneytisverksmiðju á Reyðarfirði er utan við þessar tölur.

Lesa meira

„Ævintýri hans og uppátæki eiga sér engin takmörk“

Páll Leifsson, eða Palli í Hlíð, er löngu orðinn þjóðsagnapersóna á Eskifirði og víðar. Palli hélt á föstudag upp á 80 ára afmæli sitt en fyrir síðustu jól kom út bók félaga hans, Sævars Guðjónssonar og Þórhalls Þorvaldssonar um ævi hans og uppátæki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.