Allar fréttir

Harðvítug kjaradeila á Hornafirði tefur samninga við önnur austfirsk sveitarfélög

Félagar í AFLi starfsgreinafélagi sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, greiða nú atkvæði um allsherjarverkfall. Deilan hefur hamlað því að skrifað sé undir samninga við önnur sveitarfélög á starfssvæði AFLs, sem nær frá Langanesi til Hornafjarðar. Deilan er í miklum hnút því félagið íhugar að kæra bæjarstjórann fyrir brot á lögum um vinnudeilur.

Lesa meira

Minnst gæludýraeign meðal Austfirðinga

Austfirðingar eru ólíklegri til að halda gæludýr en íbúar annarra landshluta, ef marka má nýja spurningakönnun sem Maskína gerði á gæludýraeign Íslendinga.

Lesa meira

Fékk gert að skútunni á Djúpavogi eftir sjávarháska

Ævintýramaðurinn Nick Kats lagði skútu sinni Teddy vetrarlangt á Djúpavogi eftir að hafa lent í sjávarháska suður af Íslandi fyrir ári. Hann lauk nýverið ferð sinni um Norðuratlantshafið en hann hefur einkum sérhæft í siglingum um norðurslóðir.

Lesa meira

Hefur trú á að verktakinn komi sorphirðunni aftur í samt lag

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segist hafa trú á að verktaki, sem sér um almenna sorphirðu fyrir sveitarfélagið, komi skikkan á skipulag sorphirðunnar innan tíðar. Íbúar eru orðnir langþreyttir á að lítið mark sé takandi á sorphirðudagatali. Bæjarráðið greip inn í eftir að verktakinn dreifði svörtum ruslapokum á heimili sem biðu sorphirðu í byrjun vikunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.