Lögreglan á Austurlandi hefur lítil afskipti þurft að hafa af gestum þeirra hátíða sem haldnar hafa verið í fjórðungnum í sumar. Sú síðasta, Útsæðið á Eskifirði, var haldin um síðustu helgi.
Ytra byrði Gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er nánast tilbúið en finna þarf henni framtíðarhlutverk áður en ráðist verður í að klára hana að innan. Unnið hefur verið að endurbótum á henni frá árinu 2010.
Ágúst Ívar Vilhjálmsson hefur unnið hjá Alcoa Fjarðaáli í 17 ár og segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Hann er þar í dag aðaltrúnaðarmaður og er nýkominn í stjórn AFLs Starfsgreinafélags. Myndavélakerfi og vaktafyrirkomulag eru meðal þess sem brenna helst á starfsfólki stærsta vinnustaðar Austurlands.
Bandaríkjamenn eru sú þjóð sem er fjölmennust á meðal ferðafólks á Austurlandi. Þjóðverjar koma þar næstir á eftir. Almennt virðist vera ánægja á meðal þeirra sem heimsækja svæðið.
Staða austfirsku liðanna í baráttunni um að komast upp úr annarri deild karla í knattspyrnu versnaði um helgina. FHL þarf að bíða lengur eftir deildarmeistaratitlinum í Lengjudeildinni.