Sverre Andreas Jakobsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion á Norður- og Austurlandi. Arion bætir í þjónustu sína í fjórðungnum í lok mánaðarins þegar tryggingafélagið bætist við í útibúi bankans á Egilsstöðum.
Fornleifafræðingarnir, sem starfa við uppgröftinn á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði, hafa gert þrívíddarlíkan af dularfullu leikfangadýri frá landnámsöld sem fannst þar í byrjun síðustu viku.
Laust fyrir klukkan átta í morgun barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys við Hálslón. Hinn slasaði var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Vígsludagskrá sem far átti fram í dag á endurbættum knattspyrnuvelli í Neskaupstað hefur verið frestað vegna banaslyssins á Vesturöræfum í gær. Leikur KFA og Hattar/Hugins verður í staðinn leikinn í Fjarðabyggðarhöllinni.
Elís Pétur Elísson, útgerðarmaður hjá Goðaborg og Gullrúnu á Breiðdalsvík segir sértækan byggðakvóta tryggja 25 heilsársstörf sem aftur tryggja þjónustu og afþreyingu á staðnum.
Myndarleg jötungíma, sem er talin vera stærsta sveppategund heims, hefur skotið upp kollinum við aflögð útihús við Sigurðargerði í Fellum. Jötungíman hefur komið þar fram af og til síðustu 15 ár.