Fótbolti: Fjögur valin til æfinga með yngri landsliðum

Fjórir leikmenn frá austfirskum knattspyrnuliðum hafa að undanförnu verið valdir til æfinga með yngri landsliðum Íslands.

Björg Gunnlaugsdóttir tók um helgina þátt í tveimur vináttulandsleikjum U-19 ára liðs kvenna við Skota. Björg kom inn á sem varamaður í öðrum leiknum.

Björg spilaði sína fyrstu leiki með U-19 í haust í forkeppni Evrópumótsins og kom þá einnig tvisvar inn á sem varamaður. Næstu verkefni liðsins eru í apríl.

Annar leikmaður FHL, Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir, var valin í úrtakshóp U-17 ára liðs kvenna fyrir áramót. Hún náði hins vegar ekki inn í liðið sjálft í þeirri atrennu.

Þá voru þeir Daníel Michal Grzegorzsson úr Val Reyðarfirði og Nenni Þór Guðmundsson úr Leikni Fáskrúðsfirði valdir í æfingahóp U-16 ára landsliðs drengja. Þeir hafa báðir áður náð þeim árangri og Daníel reyndar spilað með liðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.