Knattspyrna: Jafntefli hjá KFA og Hetti/Huginn

Knattspyrnufélag Austfjarða og Höttur/Huginn skildu jöfn þegar liðin mættust í annarri deild karla á föstudagskvöld. Spyrnir og FHL unnu sína leiki en Einherji tapaði um helgina.

Það var Víðir Freyr Ívarsson sem kom Hetti/Huginn yfir á 39. mínútu en Estaban Selpa jafnaði á 66. mínútu og þar við sat í Fjarðabyggðarhöllinni.

KFA er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik, er í fjórða sæti með níu stig úr fimm leikjum. Höttur/Huginn er í 9. sæti með fimm stig úr fimm leikjum.

Heiðar Logi Jónsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Spyrnir vann SR 3-1 í B-riðli 5. deildar. Spyrnir hefur náð í sex stig úr fjórum leikjum og er um miðjan riðilinn.

FHL vann Augnablik 4-1 á heimavelli í Lengjudeild kvenna. Jafnt var í hálfleik en Natalie Cooke kom FHL yfir strax á 5. mínútu. Í seinni hálfleik skoruðu þær Rósey Björgvinsdóttir á 49. mínútu, Sofia Lewis á 53. mínútu og loks Björg Gunnlaugsdóttir á 64. mínútu. Liðið er í fimmta sæti með sex stig úr fimm leikjum.

Einherji tapaði í Hafnarfirði fyrir Haukum í annarri deild kvenna 3-0. Mörkin komu á sex mínútna kafla, tvö rétt fyrir leikhlé og það þriðja strax eftir það. Einherji er í fjórða sæti með níu stig úr sex leikjum.

Mynd: Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar