Æfir hvorki né keppir á meðan lögreglurannsókn stendur

Stjórn Ungmennafélags Einherja á Vopnafirði hefur ákveðið að erlendur leikmaður, sem grunaður er um líkamsárás um síðustu helgi, muni hvorki æfa né keppa með liðinu meðan lögregla rannsakar mál hans. Stjórn félagsins segir lýsingu leikmannsins af atvikinu ekki samræmast þeim fréttum sem af því hafa birst.

Lesa meira

Leiknismenn að heiman í tæpa fjóra sólarhringa

Knattspyrnulið Leiknis Fáskrúðsfirði gerði víðreist í síðustu viku. Félagið mun vera það lið sem ferðast mest vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og ferðirnar röðuðust ekki vel upp þegar finna þurfti nýja leikdaga fyrir leiki sem frestað var út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Reynslan sigldi sigrinum til Grindavíkur - Myndir

Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í gærkvöldi. Höttur var yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu.

Lesa meira

Körfubolti: Hetti spáð falli

Bæði forráðamenn félaga og fulltrúar fjölmiðla spá Hetti falli úr úrvalsdeild karla í vetur. Keppnistímabilið hefst næsta fimmtudag.

Lesa meira

„Sagði við bekkinn að markvörðurinn myndi skora“

Einherji vann um helgina frækilegan 6-2 sigur á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV), efsta liði þriðju deildar karla á Vopnafirði. Einherji var 0-2 undir í hálfleik. Markvörður liðsins var meðal markaskorara.

Lesa meira

Unnu C-deildina án þess að tapa leik

Lið Austurlands í þriðja flokki karla leikur á sunnudag í undanúrslitum Íslandsmóts þriðja flokks karla í knattspyrnu. Liðið vann í sumar C-deild mótsins og fór í gegnum hana án þess að tapa leik.

Lesa meira

Miklar breytingar á liðum Þróttar milli ára

Miklar breytingar hafa orðið á bæði karla- og kvennaliði Þróttar í blaki frá síðustu leiktíð. Karlaliðið hefur titilvörn sína gegn Hamri í Hveragerði annað kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar