Stjórn Ungmennafélags Einherja á Vopnafirði hefur ákveðið að erlendur leikmaður, sem grunaður er um líkamsárás um síðustu helgi, muni hvorki æfa né keppa með liðinu meðan lögregla rannsakar mál hans. Stjórn félagsins segir lýsingu leikmannsins af atvikinu ekki samræmast þeim fréttum sem af því hafa birst.
Höttur/Huginn og Einherji unnu í gær mikilvæga sigra í fallbaráttu þriðju deildar karla í knattspyrnu. Hvorugt liðið er þó óhult enn. Leikni Fáskrúðsfirði er í verulega erfiðum málum í fyrstu deildinni.
Knattspyrnulið Leiknis Fáskrúðsfirði gerði víðreist í síðustu viku. Félagið mun vera það lið sem ferðast mest vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og ferðirnar röðuðust ekki vel upp þegar finna þurfti nýja leikdaga fyrir leiki sem frestað var út af Covid-19 faraldrinum.
Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í gærkvöldi. Höttur var yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu.
Einherji vann um helgina frækilegan 6-2 sigur á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV), efsta liði þriðju deildar karla á Vopnafirði. Einherji var 0-2 undir í hálfleik. Markvörður liðsins var meðal markaskorara.
Þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar segir liðið stefna á að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í vor. Liðið tekur á móti Grindavík í fyrsta leik Íslandsmótsins í kvöld.
Lið Austurlands í þriðja flokki karla leikur á sunnudag í undanúrslitum Íslandsmóts þriðja flokks karla í knattspyrnu. Liðið vann í sumar C-deild mótsins og fór í gegnum hana án þess að tapa leik.
Miklar breytingar hafa orðið á bæði karla- og kvennaliði Þróttar í blaki frá síðustu leiktíð. Karlaliðið hefur titilvörn sína gegn Hamri í Hveragerði annað kvöld.