Eitt þúsund fermetra viðbygging við íþróttahúsið á Egilsstöðum, sérstaklega ætluð undir fimleika og frjálsíþróttir, var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra voru meðal gesta.
Þjálfarar Einherja og Hugins/Hattar hefðu báðir vilja fá meira en eitt stig út úr leik liðanna í þriðju deild karla í knattspyrnu á Vopnafirði í gær. Tómas Atli Björgvinsson, fimmtán ára, skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki þegar hann jafnaði fyrir Einherja.
Sextíu ár eru í dag liðin frá því að Austfirðingurinn Vilhjálmur Einarsson setti Íslandsmet í þrístökki, 16,70 metra, á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardalsvelli í Reykjavík. Metið stendur enn.
Gímaldin og Hafþór Ólafsson eru á ferð um Austfirði og halda tónleika í Neskaupstað í kvöld og á Seyðisfirði annað kvöld. Þeir flytja nýtt efni sem byggir þó á aldagömlum grunni.
Leiknir Fáskrúðsfirði vann ævintýralegan sigur á Grindavík í fyrstu deild karla í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag. Gestirnir voru 0-2 yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka en fimm mörk voru þá enn í pottinum.
Tveir keppendur frá UÍA mættu til leiks á Unglingameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Alls uppskáru þeir fimm verðlaun.
Tæpar fimm klukkustundir liðu frá því að leikur Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis og Hamars í annarri deild kvenna var flautaður á þar til honum lauk. Honum lauk heldur ekki á sama velli og hann hófst.
Nú eru liðin 70 ár síðan að sundlaugin í Seldárdal í Vopnafirði var formlega vígð og tekin í notkun. Það var ungmennafélagið Einherji sem stóð að byggingu sundlaugarinnar á sínum tíma.
Lið Hattar/Hugins hefur farið fremur illa af stað í upphafi móts og sat fyrir helgina á botni 3. deildar karla í knattspyrnu. Liðið náði sér hins vegar í mikilvæg stig þegar liðið hafði 3-1 sigur á Álftnesingum á sunnudag. Þorlákur Breki Þ. Baxter fór fyrir heimamönnum og skoraði tvö mörk, en hann er aðeins 15 ára gamall.