Körfubolti: Höttur jafnaði metin í einvíginu við Hamar - Myndir

Höttur jafnaði metin við Hamar í leikjum liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 97-89 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hamar vann fyrsta leik liðanna í Hveragerði á fimmtudagskvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki mætir annað hvort Fjölni eða Vestra í úrslitarimmu um laust sæti.

Lesa meira

Blak: Vill skoða hámark á erlenda leikmenn

Aðallið Þróttar Neskaupstað luku bæði deildarkeppni vetrarins í blaki í neðsta sæti. Þjálfari segir veturinn hafa verið lærdómsríkan þótt hann hafi verið erfiður. Hún hvetur til þess að skoðað verði hvort rétt sé að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði.

Lesa meira

Körfubolti: Óafsakanleg frammistaða í ósigri gegn Hamri – Myndir

Höttur tapaði 75-96 fyrir Hamri í mikilvægum leik í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir frammistöðu þess hafa verið slaka og liðið skorti stöðugleika. Góðu fréttirnar séu að stutt sé í næsta leik.

Lesa meira

Blak: Meiðsli settu strik í reikninginn á bikarhelgi

Bæði lið Þróttar féllu úr leik í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki eftir ósigra gegn KA á laugardag. Þjálfari segir mikil meiðsli í herbúðum Þróttar um þessar mundir vera liðinu fjötur um fót.

Lesa meira

Fjórða Grettisbelti Ásmundar í röð

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, vann Íslandsglímuna í fjórða sinn í röð um helgina en þar er keppt um Grettisbeltið. Hann segist hafa þurft að hafa meira fyrir sigrinum nú en oft áður.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.