Höttur jafnaði metin við Hamar í leikjum liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 97-89 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hamar vann fyrsta leik liðanna í Hveragerði á fimmtudagskvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki mætir annað hvort Fjölni eða Vestra í úrslitarimmu um laust sæti.
Aðallið Þróttar Neskaupstað luku bæði deildarkeppni vetrarins í blaki í neðsta sæti. Þjálfari segir veturinn hafa verið lærdómsríkan þótt hann hafi verið erfiður. Hún hvetur til þess að skoðað verði hvort rétt sé að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði.
Höttur tapaði 75-96 fyrir Hamri í mikilvægum leik í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir frammistöðu þess hafa verið slaka og liðið skorti stöðugleika. Góðu fréttirnar séu að stutt sé í næsta leik.
Bæði lið Þróttar féllu úr leik í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki eftir ósigra gegn KA á laugardag. Þjálfari segir mikil meiðsli í herbúðum Þróttar um þessar mundir vera liðinu fjötur um fót.
Höttur lauk deildarkeppninni í fyrstu deild karla í körfuknattleik á sannfærandi hátt þegar liðið vann Selfoss 96-66 á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Liðið mæti Hamri úr Hveragerði í undanúrslitum.
Þrjár stelpur frá Einherja á Vopnafirði hafa verið valdar í úrtakshóp fyrir landsliðs kvenna 15 ára og yngri í knattspyrnu. Þjálfari stelpnanna sýnir árangur stelpnanna sanna að ýmislegt sé hægt ef fólk ætli sér það.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, vann Íslandsglímuna í fjórða sinn í röð um helgina en þar er keppt um Grettisbeltið. Hann segist hafa þurft að hafa meira fyrir sigrinum nú en oft áður.
Rafal Daníelsson varð í gær nýjasti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu þegar hann samdi við enska úrvalsdeildarliði Bournemouth. Rafal hefur síðustu fimm ár verið hjá Fram en byrjaði að æfa fótbolta hjá Fjarðabyggð og Hetti.