Þrír nýir leikmenn eru í leikmannahópi Hattar sem er á leið á Ísafjörð til að leika gegn Vestra í fyrsta leik nýs árs í fyrstu deild karla í körfuknattleik á morgun. Liðin berjast hatrammlega um möguleikann á að leika í úrvalsdeildinni á næsta ári.
Blaklið Þróttar riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Aftureldingu í Neskaupstað um helgina. Körfuknattleikslið Hattar vann baráttusigur á Hamri á útivelli.
Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.
Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson er íþróttamaður Hattar fyrir árið 2018. Íþróttafólk félagsins var heiðrað á þrettándabrennu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Kristín Embla Guðjónsdóttir, sem bæði keppa undir merkjum UÍA, voru valin glímufólk ársins 2018 af stjórn Glímusambandsins Íslands á dögunum.
Höttur rekstrarfélag og knattspyrnudeild Hugins hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla undir nafninu Höttur/Huginn. Formaður rekstrarfélagsins segir markmiðið að byggja upp lið á heimamönnum.
„Þetta er auðvitað mjög mikill heiður fyrir mig og æðsta viðurkenning sem hægt er að veita í tenglsum við íþróttir,” segir Hreinn Halldórsson, kúluvarpari á Egilsstöðum, sem tekinn var inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við val á íþróttamanni ársins 2018 þann 29. desember síðastliðinn. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem Íþróttasamband Íslands útnefnir í höllina.
Körfuknattleiksdeild Hattar hefur rift samningi sínum við miðherjann Pranas Skurdauskas eftir að lögregla hafði afskipti af leikmanninum fyrir ofbeldisbrot.
Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir ósigur gegn Skallagrími á laugardag. Höttur átti fínan leik fram í lok þriðja leikhluta þegar gestirnir úr Borgarnesi tóku að hitta úr þriggja stiga skotum. Kvennalið Þróttar Neskaupstað hóf titilvörn sína á Íslandsmótinu í blaki með tveimur sigrum á nafna sínum úr Reykjavík um helgina.