Mikill áhugi Vopnfirðinga á knattspyrnu, sem virðast mæta jafnt á leiki meistaraflokks sem yngri liða, kemur mörgum mótherjum sem þangað koma á óvart. Landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að mikla þrautseigju þarf í að halda úti liðinu.
„Íþróttin er mjög skemmtileg og og keppnisskapið brýst alveg fram í manni,” segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en fyrir liggur að endurvekja boccia-íþróttina á staðnum í vetur.
Höttur náði öðru sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik af Fjölni með 94-78 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Höttur lagði grunninn að sigrum með öflugum öðrum leikhluta.
„Blakið náði mikilli festu hérna og hefur haldið því áfram,” segir Unnur Ása Atladóttir, framkvæmdastjóri blakdeildar Þróttar í Neskaupstað, í samtali við þáttinn Að austan á N4.
Karlalið Þróttar náði fjórum stigum út úr tveimur leikjum við Álftanes um helgina meðan kvennaliðið tapaði sínum leik. Þjálfari liðsins segir misjafnt gengi beggja liða í vetur eiga rót sína í reynsluleysi.
Sex leikmenn Þróttar Neskaupstað tóku þátt í landsliðsverkefnum í blaki í byrjun árs. Þar af voru þrír leikmenn í A-landsliðunum í forkeppni Evrópukeppninnar.