Styrkjum búsetu á landsbyggðinni

Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærður um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði.

Lesa meira

Glappaskot Félags íslenskra bókaútgefenda

Í þrjátíu ár eða meira hefur Félag íslenskra bókaútgefenda gefið út Bókatíðindi, þar sem bækur útgefnar á árinu eru kynntar, með mynd af kápum og stuttri lýsingu á efni þeirra. Útgefendur líta á þetta sem auglýsingu, og kosta birtingu í þessu riti fyrir bækur sínar. Ritið mun vera einstakt á heimsmælikvarða, og sýnir að Íslendingar eru bókaþjóð.

Lesa meira

Til hamingju með Hallormsstaðaskóla

Þann 1. nóvember voru 90 ár liðin frá því Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var settur í fyrsta sinn. Ég vil óska íbúum Austurlands og aðstandendum skólans innilega til hamingju með þau tímamót.

Lesa meira

Sókn er besta vörnin

Á dögunum afgreiddi bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun. Vinnan hefur verið flókin og vandasöm við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Lesa meira

Hvatning til atvinnuþróunar og fjárfestinga

Á tímum atvinnuleysis og samdráttar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og verðmætasköpun að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun, skapa nýjar tekjur og störf hratt.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 – Með fjölskyldur í fyrirrúmi

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf.

Lesa meira

Hinn grenjandi minnihluti

Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins.

Lesa meira

Styðjum fjölbreytta atvinnuuppbyggingu

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á síðasta fundi sínum drög að umsögn um frummatsskýrslu vegna 10.000 tonna laxeldis í Seyðisfirði. Að baki liggur skýr vilji mikils meirihluta sveitarstjórnar en níu af ellefu fulltrúum greiddu atkvæði með tillögunni.

Lesa meira

Að ná sátt við nærsamfélagið

Fiskeldi hefur verið umdeild atvinnugrein en hefur þrátt fyrir það vaxið verulega að umfangi síðustu árin. Heilmikil endurskoðun fór fram á lagaumhverfi fiskeldis á síðustu árum. Frumvarp sem ráðherra lagði fram fór í gegnum umfangsmiklar breytingar hjá atvinnuveganefnd og á endanum greiddi enginn þingmaður atkvæði gegn lögunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar