Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.Horfum til himins
Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum millilandaflugvöllum á Íslandi og er opinn allan sólarhringinn, allt árið. Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963 til 1968 en endurbyggð og stækkuð á árunum 1987 til 1999. Veðurfar er flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%.Landnám Austurlands
„Þeir höfðu siglt í nokkra sólarhringa þegar land reis úr hafi. Það kom þeim ekki á óvart því þeir höfðu haft spurnir af stórri eyju langt í vestri en enginn hafði þó enn numið þar land, að því þeir best vissu. Fyrir stafni sáu þeir nú fjallgarð sem virtist óslitinn og beinn svo langt sem augað eygði en þá grunaði þó að ströndin væri vogskorin, enda komnir frá strandlengju Noregs.“Jafnrétti til búsetu
Það er kannski ekki pólitískt klókt að tala máli fámennustu byggðarlaganna, enda gera það ekki margir. Ég trúi því hinsvegar að best sé að vera trúr sannfæringu sinni og treysta á að samvinnuhugsjónin eigi alls staðar við.Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu.Á grænni grein – valdefling nemenda
Þegar skólar draga grænfána að húni má lesa ánægju og stolt í augum nemenda og það með réttu. Fagnað er mikilvægu starfi þar sem nemendur og kennarar hafa leitt skólann í átt að aukinni sjálfbærni. Margir þekkja til grænfánans en ekki allir gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki og hversu þýðingarmikið menntaverkefni þetta er bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi.Kolefnisjöfnun verður ný og öflug græn búgrein
Megnið af því ræktanlega landi sem ekki er innan þjóðlendna á Íslandi er í eigu íslenskra bænda. Það gefur því augaleið að náin samvinna stjórnvalda, almennings, atvinnulífs og bænda er mikilvæg til að ná markmiðum stjórnvalda um kolefnisjöfnun. Ónýtt landflæmi sem hægt er nýta til kolefnisbindandi uppgræðslu og skógræktar er mun verðmætara en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. Kolefnisbinding getur orðið að nýrri og öflugri búgrein á Íslandi með réttri nálgun.Af toppi Herðubreiðar
Herðubreið er fallegt fjall og merkilegt og útsýnið af toppnum svíkur ekki.Þegar litið er fjær sést til Vatnajökuls, Tröllasaga, Grímseyjar, út á Langnes og yfir Austfjarðafjallgarðinn. Það sést meira og minna yfir allt Norðausturkjördæmi. Áskoranir og tækifæri blasa við. Mismunandi byggðir og byggðakjarnar. Kjördæmið er stórt og verkefnin krefjandi en áhugaverð.