Hvað felst í fráveituframkvæmdum á Egilsstöðum?

Það kom þeim sem þetta ritar verulega á óvart þegar hann frétti á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu sem hann starfar hjá að Hitaveita Egilsstaða og Fella (hér eftir HEF) var búin að sækja um leyfi til að fara með útrás fyrir fráveitu Egilsstaða gegnum land fyrirtækisins. Þar sem ég sit í umhverfis og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs fór ég og kannaði málið nánar og komst þá að sláandi niðursstöðu.

Lesa meira

Hérasprettir - gamansögur af Fljótsdalshéraði

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Hérasprettir eftir Baldur Grétarsson frá Skipalæk og Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku og Baldur Grétarsson frá Skipalæk. Þar má finna mörg gullkornin og verður nú gripið í bókina

Lesa meira

Norðfjarðargöng (Vígð 11.11.2017)

Biðin þótti lýðum löng,
leiðin „uppi“ nokkuð þröng,
en okkur hafa Oddskarðsgöng
engum verið betri.
Oft jók blástur kulda um kinn,
er kófi huldist vegurinn.
Því gladdist margur sérhvert sinn,
er sá und lok á vetri.

Lesa meira

Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu

Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin.

Lesa meira

Fjárframlög til heilbrigðisstofnana

Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.

Lesa meira

Sjálfvíg verður að rannsaka

Á Íslandi eru sjálfsvíg ekki rannsökuð nema að litlu leyti. Sú litla rannsókn sem fer fram í kjölfar sjálfsvígs snýst um að komast að því hvort viðkomandi hafi ekki örugglega tekið líf sitt sjálfur. Alltaf fer fram krufning ef um sjálfsvíg er að ræða en lengra nær rannsóknin ekki og málinu þar með lokað.

Lesa meira

Lúter var 34 ára, ég 36

Ég er asni, það er alveg ljóst. Ég hefði ekki þurft að spyrja, kannski hugsa. Auðvitað er það líka ljóst að okkar hluta dýrategundarinnar sem erum „hvítir karlar“ er kannski flest betur gefið en einmitt það; að hugsa. Auðvita kann það að vera að karldýr af öðrum litum séu heldur ekki gefin fyrir að hugsa, þó aldrei væri nema að hugsa sig um. Smá stund er kannski eitthvað sem mætti fara framá. Nei, við þessir hvítu, eigum, held ég, bara svo miklu betur skjalfest hugsunarleysi, jæja, eða grimmd.

Lesa meira

Jólatúrinn og jólapakki frá besta vininum

Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum ævisaga Magna Kristjánssonar, skipstjóra frá Neskaupstað. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sem skráði og hér á eftir verður gripið niður í einn kafla bókarinnar, „Jólatúrinn – og jólapakki frá besta vininum“:

Lesa meira

Ljóti andarunginn á vinnumarkaðnum á Austurlandi

Það er frábært að lifa og starfa á Austurlandi. Hér eru vinaleg og samheldin samfélög, góðir skólar, ásættanlegt húsnæðisverð og gott veðurfar. Hér vil ég vera. Ég vil líka að börnin mín hafi þann valkost að búa á Austurlandi þegar þau komast á fullorðinsár. Ég hef þá von að samfélagið okkar vaxi og dafni sem framsækið, eftirsóknarvert atvinnusvæði með margbreytilegri menningu og fjölbreyttum hópi fólks.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar