Austurland – aftarlega á merinni?
Á ferðum mínum um Austurland undanfarin misseri hefur fólki verið tíðrætt um það hversu aftarlega á merinni landshlutinn sé þegar ríkisvaldið útdeilir gæðunum og að tengsl milli miðstöðvar ríkisvaldsins í höfuðborginni og Austurlands séu ansi lítil. Um þetta þarf ekki að deila, enda sýna tölulegar staðreyndir með óyggjandi hætti að svona er í pottinn búið.Af flugi!
Við Íslendingar búum í stóru og dreifbýlu landi með fáum og því ljóst að góðar samgöngur eru grundvöllur fyrir búsetugæði. Það er því ekki að undra að málefni innanlandsflugs og kostnaðar vegna þess brenni á íbúum landsbyggðanna.Það eru almenn mannréttindi
Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja.Að vera valkostur
Öll viljum við hafa val og vera valkostur. Við viljum velja okkur stað til búsetu, velja okkur vini og lífsförunaut og já – þann 28. október velja fólk sem við treystum til að vera fyrir okkar hönd á Alþingi.Ég býð mig fram sem valkost fyrir þig til að verða alþingismaður fyrir Norðausturkjördæmi. Ég tek því hlutverki að vera valkostur alvarlega og veit að því fylgir mikil ábyrgð.