Rjúfum vetrareinangrun Seyðisfjarðar

Fyrir 10 árum voru Austfirðingar nokkuð sammála um að næsti áfangi í veggangamálum fjórðungsins væru Samgöng, fern göng milli Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs. Heilborun við Kárahnjúka gaf fyrirheit um að hægt væri að bora þessi göng í einum áfanga með verulega lægri kostnaði en með gömlu sprengiaðferðinni. Sparnaðurinn gæti orðið allt að 40%. Með Samgöngum yrði Mið-Austurland eitt atvinnu- og þjónustusvæði, eitt samfélag með 8 – 10 þús. íbúa.

Lesa meira

Þegar við hlökkum ekki til

thorgeir arason webHann nálgast okkur óðfluga, þessi desembermánuður, með öllu sem honum fylgir. Verslanirnar eru þegar farnar að fyllast af alls konar jóladóti, seríuglöðustu nágrannarnir eru búnir að stinga í samband og bráðum verður varla hægt að kveikja á útvarpi öðruvísi en að heyra Sniglabandið syngja um jólahjól.

Lesa meira

Af litlu tísti verður oft mikið brjál

gunnarg april1306Gísla Marteini Baldurssyni tókst að fá alla landsbyggðina, og blessunarlega fleiri, upp á móti sér með færslu á Twitter þar sem hann spurði hvort ekki hefði verið nær að gefa hverjum íbúa Norðfjarðar 10 milljónir króna og flytja í borgina fremur en byggja snjóflóðavarnagarða.

Lesa meira

Hei! Zú! Ég er að tala við þig*

Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga skráð sig í félag zúista á Íslandi. Þegar ég sá fyrst fréttir af þessu býst ég við að mér hafi fyrst orðið á að spyrja, eins og flestum Íslendingum, hvað í ósköpunum eru zúistar?

Lesa meira

Ég er sek

kristborg boelÁtakið #lítumupp hefur fangað huga minn síðustu daga, en þar opnaði 19 ára menntskælingur umræðuna um yfirgengilega netnotkun almennings.

Lesa meira

Snjóflóðavarnir fyrir ofan Neskaupstað

ingibjorg thordardottir nov15Nú styttist í enn frekari framkvæmdir við snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Neskaupstað. Búið er að reisa mikla garða fyrir ofan innbæinn og miðbæinn en hinn nýji garður er til að verja útbæinn. Þá verður allur kaupstaðurinn kominn undir varnargarð. Flestum kann að þykja eðlilegt að ég sem bý í efsta húsi bæjarins í útbænum ætti að gleðjast yfir því að 2,5 milljörðum verði varið í að verja nágranna mína og mig og mína fjölskyldu fyrir snjóflóðum. En svo er ekki. Ég hugsa til þess með hryllingi að hið mikla rask sem átt hefur sér stað fyrir ofan stóran hluta bæjarins í mörg ár haldi áfram.

Lesa meira

Þungir þankar: Dreift eignarhald

sigurjon bjarnason teikningMjög er því nú á lofti haldið af æðstu ráðamönnum að mikilvægt sé að lánastofnanir þær sem nú eru til sölu komist í það sem þeir kalla „dreifða eignaraðild".

Af því tilefni er rétt að rifja upp söguna.

Lesa meira

Hugleiðingar um byggðamál í kjölfar tísts

asta hlin nov15 cropÞað er þessi gjá á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Það er misjafnt í hverju hún speglast hverju sinni en einhverra hluta vegna virðast kaffihúsaferðir og hjólreiðar vera ásteytingarsteinn.

Lesa meira

Höfuðstaður Austurlands - Egilsstaðir

Sigrun holmÍ kjölfar niðurstöðu könnunar sem Austurbrú gerði í sumar vegna áfangastaðarins Austurlands hef ég verið spurð af mörgum „Hver eru viðbrögð Þjónustusamfélagsins á Héraði við þessum niðurstöðum?". En þátttakendur í könnuninni nefna þjónustu á Egilsstöðum sem eitt hið slæma við Austurland. Það er nú minnsta mál að greina frá okkar viðbrögðum og ákvað ég að koma þeim hér niður á blað til að deila sem víðast.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar