Jú, þér er ekki að skjátlast – þú ert vissulega að lesa topp fimm lista á hinum ábyrga og trausta fréttamiðli Austurfrétt. Í þessari snörpu yfirferð verður farið yfir þá fimm hluti sem þú ættir að mínu mati helst að gera á Austurlandi um helgina, til að upplifa alvöru austfirska stemningu og fá Austurland beint í æð, ef svo má segja.
Ég hef áhyggjur af uppgangi þjóðernissinnaðra jaðarflokka í Evrópu. Ég hef áhyggjur af því að þeir hafi náð saman til að mynda flokk á Evrópuþinginu sem tryggir þeim aukin áhrif og fjármagn. Ég hef áhyggjur af að Jobbik í Ungverjalandi, sem meðal annars elur á andúð í garð gyðinga, skuli hafa tífaldað fylgi sitt á átta árum og þar með öðlast vaxandi ítök í stjórnmálum þar.
Í dag eru 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt. Baráttan fyrir þeim mannréttindum var ströng og þeir sem tóku þátt í henni fengu oft miklar ákúrur fyrir, bæði frá konum og körlum. Það var talið stríða gegn eðli kvenna að hafa afskipti af pólitík og helsta hlutverk þeirra var að sjá um heimilin og börnin. Margir óttuðust upplausn og ringulreið í samfélaginu ef konur fengju frelsi til þess að stíga inn á svið stjórnmála, hver yrði þá heima til þess að hugsa um heimilið? Þrátt fyrir háværar mótmælaraddir fengu konur kosningarrétt þann 19 júní árið 1915. Þó ekki allar konur heldur einungis þær sem voru 40 ára og eldri. Ástæðan fyrir þessum kvöðum var meðal annars sú að ekki þótti vænlegt að fjölga kjósendum um svo marga í einu og hrifsa þannig völdin frá þáverandi kjósendum landsins, sem voru einungis ákveðinn hópur karla.
Er það ekki loksins að koma? Þetta blessaða sumar sem við Austfirðingar höfum verið að bíða eftir. Við virðumst hafa misst af vorinu en það hlýtur að koma að því að hið austfirska sumar hefji innreið sína með endalausum sólardögum og hitamóki. Rekstur álvers í austfirsku sumri getur verið krefjandi, það hefur ekki farið fram hjá þeim sem starfa yfir sumartímann hjá Alcoa Fjarðaáli. Hærri hiti á sumrin skapar aukið álag en við kappkostum þó að hafa jafnvægi í starfseminni allt árið um kring. Ef það er stöðugleiki í rekstinum hjá okkur þá gengur okkur betur að hafa stjórn á öllu sem snertir framleiðsluna, þar á meðal útblæstri. Það er gaman að segja frá því að reksturinn síðasta ár hefur gengið vel hvað þetta varðar og við höfum séð framfarir á mörgum sviðum hjá okkur. Til dæmis státar Fjarðaál af því að vera lægst innan Alcoa fjölskyldunnar þegar horft er til losunar flúors á hvert framleitt tonn af áli og er einnig meðal þeirra álvera sem standa sig best á heimsvísu.
Það þarf ekki nána skoðun til að sjá hve mörgum mannslífum, tjóni og hörmungum bókstafstrúarmenn hinna ýmsu trúarbragða hafa valdið í heiminum. Í þeirra huga er trúin og sú virðing og samkennd sem hún kann að boða löngu hætt að skipta máli, en bókstafurinn er túlkaður samkvæmt þeirra eigin kreddum og þröngsýni. Ég vil ganga lengra og segja að því miður leynist bókstafstrúarmaðurinn víða meðal okkar þó hann valdi allajafna ekki manntjóni. Ofsatrúarmenn eru stundum kallaðir talíanar með tilvísan í öfgahóp íslamista í Afganistan, en bókstafstrú er því miður ekki einskorðuð við þá.
Jasshátíð Egilsstaða var fyrst haldin árið 1988 og hefur síðan verið árviss viðburður í tónlistarlífi okkar Austfirðinga. Jasshátíðin eða JEA (sem stendur fyrir Jasshátíð Egilsstaða Austurlandi) hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina, tónleikastaðir hafa verið margir og gríðarlega margir flytjendur hafa fengið að láta ljós sitt skína.
Þann 19. júní 2015 voru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu fyrst kosningarétt til Alþings, en það ár fengu konur og stór hópur karlmanna 40 ára og eldri kosningarétt. Fyrst fékk kosningarétt til Alþingis tiltekinn hópur karla árið 1843 en þessi hópur var aðeins um 2% landsmanna. Rétturinn rýmkaðist síðan smátt og smátt og árið 1984 var rétturinn færður niður í 18 ár og þá fyrst var fullu jafnrétti allra fullorðinna Íslendinga náð, hvað kosningarétt varðar.
Fyrsta bók hins nýstofnaða bókaforlags Bókstafs á Egilsstöðum er eftir hina víðfrægu írsku Marian Keyes sem þrátt fyrir frægðina hefur farið lítið fyrir hér á landi. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál þannig að það var tvímælalaust kominn tími á íslenskuna.