Umræðan
Hverjum treystir þú?
Á undanförnum dögum og vikum höfum við frambjóðendur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi ferðast vítt og breitt um kjördæmið og kynnt stefnu okkar og áherslur vegna komandi alþingiskosninga. Við höfum haldið fjölmarga fundi í kjördæminu auk þess að heimsækja fjölda vinnustaða, stofnana og fyrirtækja um allt kjördæmið. Þetta hafa verið góðir dagar og gefandi fyrir okkur og vonandi einnig fyrir þau ykkar sem við höfum hitt. Þær viðtökur sem við höfum fengið vekja okkur von í brjósti um að Vinstri græn muni uppskera vel í kosningunum á laugardaginn.