Austurland til framtíðar: Við getum deilt gæðunum
Við erum svo heppin. Við höfum allt sem við þurfum og gott betur. Við búum við öryggi. Við búum í fallegri náttúru og sum í risastórum húsum, hér flæðir vatnið fram undan hverjum kletti og hér trítla hreindýr um í bakgörðum, rjúpur ropa, spóar vella og silungar stökkva. Hér er fallegt og hér er gott, hér er betra en víða annars staðar.Austurland til framtíðar: Lausnin er í hjarta þínu
Hey þú, ógeðslega töff, ég er að tala við þig!Já þig.
Því nú veltur þetta allt á þér. Spurningarnar hellast yfir okkur og þú einn ert með öll svörin.
Hatturinn tómur og kanínurnar flúnar
Það skildi þó ekki vera að greining Sigmundar Davíð á síðustu stundu hafi verið rétt: Að einungis væri tvennt í stöðunni, annað hvort að fá fullan stuðning við ríkisstjórn með hann í forsæti eða rjúfa þing og boða til kosninga.
Okkar Austurland
Það eru ekki margir sem setjast reglulega niður í rólegheitum gagngert til þess að velta því fyrir sér með skipulegum hætti hvernig fullkomið Austurland (út frá eigin sjónarhóli) væri, hvað þá að taka fram penna eða tölvu og skrifa málefnalegt bréf til sveitarstjórna um málið. Hins vegar standa flestir sig að því að ranta af geðshræringu í góðra vinna hópi yfir einhverju sem betur mætti/ætti að fara... Hið fyrra er þó heldur líklegra til árangurs en hið síðarnefnda.
ASÍ í 100 ár: Og þar fundu þau frelsið
Það er hætt við því að fæstir núlifandi geri sér grein fyrir því að íslenskur almúgi var í raun ánauðugur þar til 1894 – þ.e. að bændur og yfirvöld héldu um það bil fjórðungi þjóðarinnar í ánauð – ævilöngum þrældómi án nokkurrar vonar um betri tíð og fátæklingar voru dæmdir til einlífis án möguleika á lífsförunaut og afkomendum. Þegar fátækasta fólkinu hafði verið slitið út við vinnu var það sett á hreppinn og hraktist á milli bæja sem niðursetningar. Svo dó það úr vanhirðu, eitt og yfirgefið, hrætt og umkomulaust og enginn minntist þeirra síðar.Sá sem fyrstur hoppar frá borði á mestar líkur á að ná til lands
Ég hef setið einn tíma í almannatengslum. Reyndur íslenskur fréttamaður var með fyrirlestur um samskipti stjórnmálamanna eða annarra valdhafa við fjölmiðla.
Fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum
Eins og flest ungmenni í mínum heimabæ hóf ég starfsferil minn í frystihúsinu. Hann varð nú samt hvorki langur né sérlega glæsilegur. Ég man fyrsta daginn vel. Ég var með undarlegan hnút í maganum, blöndu af spenningi og kvíða. Alvöruvinna á fullorðinsvinnustað var ansi stórt skref í tilveru fermingarstúlku. En líka ógnvekjandi.Austurland til framtíðar: Sóknaráætlun Kardimommubæjar
Kæru austfirsku ungmenni,Þann 15. mars næstkomandi klukkan 17:00 verður haldin íbúafundur í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Ég viðurkenni það fúslega að fyrstu myndirnar sem skutust í kollinn á mér við hugsunina voru bæjarstjórinn í Latabæ að tilkynna bæjarbúum það að íþróttaálfurinn ætlaði sér að slást í lið með honum við það að koma þeim í viðunandi líkamlegt stand fyrir íþróttakeppnina við næsta bæjarfélag.