Ólafur Magnússon fyrrverandi borgarstjóri hvatti á sínum tíma í
sjónvarpinu til þess að borgarbúar létu í sér heyra varðandi framtíð
Reykjavíkurflugvallar, hvort hann ætti að vera eða fara. Undirritaður
hefur verið starfandi sem flugmaður í áætlunarflugi, leiguflugi og
sjúkraflugi síðan árið 1973 og hefur á þeim tíma flogið þúsundir
klukkustunda innanlands og millilandaflug og telur sig þekkja landið
mjög vel hvað varðar flugaðstæður hér um bil á öllum flugvöllum
landsins. Til þess að gera langt mál stutt er enginn staður í nágrenni
Reykjavíkur sem veðurfarslega og landfræðilega er nothæfur til þess að
búa til nýjan flugvöll.
Nýlega fór ég rúnt um Egilsstaði á mínu ágæta hjóli. Fór um allmörg
gatnamót, ætíð með í huga að þar gæti leynst möl, sandur og annað sem
tilheyrir ekki okkar íslenska malbiki, þó malbikið okkar sé vissulega
ekki á heimsmælikvarða. Skellti mér í heita pottinn og þegar ég var
búinn þar, eftir ca. 1,5 klst, tók ég annan svipaðan hring þar sem
veðrið bauð engan veginn upp á að fara beint heim.
Ólafur Magnússon fyrrverandi borgarstjóri hvatti á sínum tíma í sjónvarpinu til þess að borgarbúar létu í sér heyra varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvort hann ætti að vera eða fara. Undirritaður hefur verið starfandi sem flugmaður í áætlunarflugi, leiguflugi og sjúkraflugi síðan árið 1973 og hefur á þeim tíma flogið þúsundir klukkustunda innanlands og millilandaflug og telur sig þekkja landið mjög vel hvað varðar flugaðstæður hér um bil á öllum flugvöllum landsins. Til þess að gera langt mál stutt er enginn staður í nágrenni Reykjavíkur sem veðurfarslega og landfræðilega er nothæfur til þess að búa til nýjan flugvöll.
Nýlega fór ég rúnt um Egilsstaði á mínu ágæta hjóli. Fór um allmörg gatnamót, ætíð með í huga að þar gæti leynst möl, sandur og annað sem tilheyrir ekki okkar íslenska malbiki, þó malbikið okkar sé vissulega ekki á heimsmælikvarða. Skellti mér í heita pottinn og þegar ég var búinn þar, eftir ca. 1,5 klst, tók ég annan svipaðan hring þar sem veðrið bauð engan veginn upp á að fara beint heim.
Framkvæmdir við endur- og nýbyggingu Egilsstaðaskóla ganga vel. Um er að
ræða stækkun skólans um allt að 4.000 m2 og endurbætur eldra húsnæðis á
um allt að 2.300 m2. Heildarstærð Egilsstaðaskóla eftir framkvæmdirnar
verður um 7.000 m2. Skólinn mun verða tveggja hliðstæðu, heilstæður
grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 10. bekk og mun skólinn geta tekið allt
að 550 nemendur en nemendur eru nú um 340.
Höfundur: Baldur Pálsson og Soffía Lárusdóttir • Skrifað: .
Vegna fréttar á vefmiðlinum www.agl.is, sem skrifuð er af Sigurði
Aðalsteinssyni 23. júní sl. undir fyrirsögninni „Starfslok Eiríks gætu
kostað Fljótsdalshérað allt að 15 milljónum“, viljum við undirrituð koma
á framfæri eftirfarandi upplýsingum um biðlaun bæjarstjóra:
Fyrir ári síðan var því haldið fram að í þjóðfélaginu væri vinstri
sveifla og byggðu það á úrslitum þingkosninga þar sem Samfylking og
Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengu þingmeirihluta á meðan
Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð. Kosningar annars staðar, til dæmis í
háskólapólitíkinni, bentu í þá átt að ekki væri vinstrisveifla í gangi
heldur breytingasveifla. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna, meðal annars
á Austurlandi, renna stoðum undir fullyrðinguna um breytingasveifluna.
Höfundur: Guðmundur Ólafsson og Karl S. Lauritzson • Skrifað: .
D-listinn í samstarfi við L-listann, hefur stýrt sveitarfélaginu
Fljótsdalshéraði á einu mesta uppbyggingar- og framfaraskeiði
sveitarfélagsins frá upphafi. Þótt farið sé aftur til stofnunar
Egilsstaðakauptúns árið 1945, finnst vart það tímabil sem jafnmiklar
breytingar og jafnmikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað og á
síðustu 8 árum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í sveitarfélaginu en
fjölgað hefur um 700 manns í tveimur stærstu þéttbýliskjörnum þess.
Hlutfallslega þýðir þetta að okkur hefur fjölgað um rúm 20% á þessum
árum en til samanburðar má nefna að Reykvíkingum hefur fjölgað um rétt
rúm 5% á þessu sama tímabili. Þessi fjölgun hefur kallað á verulegar
fjárfestingar í innviðum samfélagsins, sem að stórum hluta hafa verið
fjármagnaðar með lántöku, fjármögnun sem síðan hefur orðið okkur mun
dýrari en lagt var upp með í kjölfar efnhagshrunsins 2008. Til þessara
staðreynda verður að líta þegar fjárfestingarstefna sveitarfélagsins og
núverandi skuldastaða er skoðuð og hún gagnrýnd.