Íbúar 600 fleiri en fyrir áratug
Íbúar á Austurlandi eru nú 12.649 samkvæmt miðársmannfjöldatölum Hagstofunnar frá 1. júlí síðastliðnum. Á landinu öllu varð mest fækkun á Austurlandi milli ára, eða um 1.137, eða um 8,2% frá sama tíma í fyrra. Íbúum fjórðungsins hefur fjölgað um þúsund og fimm manns frá árinu 2002 fyrir framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og eru jafnframt 600 fleiri nú en árið 1999. Hæst varð íbúatala á Austurlandi árið 2007 þegar yfir 15.500 íbúar voru skráðir í fjórðungnum.