Staða flugvallarmála á Norðfirði

Flugstoðir og Fjarðabyggð vinna sameiginlega að lausn þeirrar stöðu sem upp er komin á Norðfjarðarvelli eftir að þjónustusamningur milli hlutafélagsin og sveitarfélagsins rann út. Starfsmaður á vegum bæjarins, sem hafði tilskilin réttindi, kaus að halda ekki áfram. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helgu Jónsdóttur, bæjarstýru Fjarðabyggðar, við áhyggjum sem lýst var í grein flugstjóra hjá Mýflugi sem Austurglugginn birti í seinustu viku. 

 

 

Lesa meira

Bilun í kerfi Mílu

Bilun kom upp í stofnkerfi Mílu á Austurlandi í nótt. Unnið hefur verið að viðgerð í morgun. Óverulegar truflanir urðu á síma- og netsambandi á öllu Austurlandi vegna bilunarinnar. Samband er að komast á aftur smátt og smátt, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Síðasti dagur krafmikillar Sumarhátíðar UÍA

Sumarhátíð UÍA er nú á lokaspretti sínum í dag. Keppnin hefur farið vel fram, þrátt fyrir köflótt veðurfar, sem nú virðist standa til bóta. Lokið er keppni í knattspyrnu, golfi og sundi og síðasti dagur frjálsíþróttakeppninnar af þremur framundan. Hefjast leikar á Vilhjálmsvelli kl. hálftíu og reiknað með að keppni ljúki um klukkan þrjú. Í dag keppa meðal annarra tíu ára og yngri sem eru að stíga sín fyrstu spor á frjálsíþróttunum. Kl. 14 byrjar opin boccia keppni, sú fyrsta með því sniði sem haldin er á Sumarhátíð. Þrír eru saman í liði og geta þeir sem vilja sett saman lið og skráð til leiks. Klukkan þrjú verður ræst 10 km bæjarhlaup frá Fjölnotahúsinu í Fellabæ. Klukkustund síðar verður 5 km skemmtiskokk í Selskógi.

uiasumarhatidfridarhlaup.jpg

Lesa meira

Um vefinn

Austurfrétt er frétta- og mannlífsvefur sem fjallar um allt það sem gerist á Austurlandi og varðar samfélagið hér. Eigandi Austurfréttar er Austurfrétt ehf. en vefurinn er rekinn af Útgáfufélagi Austurlands ehf. sem einnig gefur út vikublaðið Austurgluggann. Sama starfsfólk er á ritstjórn og sinnir auglýsingum fyrir báða þessa miðla.

Fyrstu skrefin í sögu vefsins voru stigin í lok árs 2007. Var hann þá rekinn undir merkjum Austurgluggans og ritstýrt af þeim sömu og ritstýrðu héraðsfréttablaðinu. Frá ársbyrjun 2010 hefur vefnum hinsvegar verið ritstýrt af Gunnari Gunnarssyni og árið 2012 var félagið Austurfrétt ehf. stofnað um reksturinn. Frá 2010 hefur vefurinn ekki verið ritstjórnarlega tengdur vikublaðinu Austurglugganum, og aldrei verið eignartengsl milli fréttamiðlanna tveggja. Árið 2013 hófu félögin samstarf á ný þegar Útgáfufélag Austurlands gerði samning við Austurfrétt um að skrifa fyrir blaðið undir ritstjórn stjórnarformanns útgáfufélagsins. Árið 2015 tók svo Útgáfufélag Austurlands, með nýjum samningi milli aðila, við rekstri beggja miðla.

  • Markmið vefsins er að vera frétta- og mannlífsvefur. Flytja fréttir úr Austfirðingafjórðungi og ná til og tengja saman Austfirðinga hvar sem þeir eru niðurkomnir í heiminum.
  • Meðaltal heimsókna á vef Austurfréttar liðið ár eru um 8.400 notendur á viku (einstakar IP tölur), samkvæmt samræmdi vefmælingu Modernus.
  • Um 90% umferðar á Austurfrett.is er innlend. Þar á eftir kemur umferð frá Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Kanada, Bretlandi, Spáni og Ástralíu. Það er greinilegt að Austfirðingar fylgjast vel með fréttum að heiman, sama hvar þeir eru niður komnir í veröldinni.
  • Austurfrétt ehf. var stofnað 14. febrúar 2012 til að festa rekstur fréttavefsins í sessi. Félagið er í eigu Gunnars Gunnarsson (40%), Tjörva Hrafnkelssonar (30%), Unnars Erlingssonar (18%), Stefáns Boga Sveinssonar (8%), Hlyns Gauta Sigurðssonar (2%) og Auðdísar Tinnu Hallgrímsdóttur (2%)
  • Stjórn félagsins skipa Tjörvi Hrafnkelsson, formaður, Unnar Erlingsson og Gunnar Gunnarsson. Varamenn eru Stefán Bogi Sveinsson, Hlynur Gauti Sigurðsson og Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir.
  • Framkvæmda- og ritstjóri fréttavefsins er Gunnar Gunnarsson. Markaðsstjóri er Stefán Bogi Sveinsson.

Það er von þeirra sem að Austurfrétt standa að Austfirðingar kunni að meta það sem vefurinn hefur upp á að bjóða og að hann muni stækka og dafna eftir því sem líður á. Á Austurlandi er öflugt samfélag sem verðskuldar öfluga fjölmiðla.

------------------------------------------------------------------------------------------------------

pass GunnarGunnarssonGunnar Gunnarsson - ritstjóri
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /  beinn sími: 848 1981

 

pass StefanBogiSveinsson

Stefán Bogi Sveinsson - markaðsstjóri
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / beinn sími: 694 5211

Hæfileikar verðmætasta eignin

,,Menn mega vara sig á að reka ekki hæfileikafólkið þrátt fyrir samdrátt, því hæfileikar eru verðmætasta eign okkar í kreppunni,“ segir Þorsteinn Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann fjallaði um tækifæri í nýsköpun á Austurlandi í erindi á Egilsstöðum fyrir skömmu. Þorsteinn segir áhættufælni ekki eiga við á þessum tímum því áhætta sé drifkraftur. Vöruþróun megi ekki stöðvast því kreppan taki enda og lífið haldi áfram. Hann segir heldur ekki mega slaka á kröfum í umhverfismati þrátt fyrir tilhneygingu til að gefa lausan tauminn í þeim efnum. Útrásin þurfi að halda áfram og nýsköpun að vera lykilmarkmið.

nskpun.jpg

Lesa meira

Þrumur og eldingar í nótt

Það rigndi óskaplega sums staðar á Austurlandi í nótt og varð vart við þrumur og eldingar þegar klukkan nálgaðist 01. Slíkt er heldur sjaldgæft hér um slóðir. Heldur er að létta til og búist við ágætu veðri með 15-23 stiga hita í dag þó hangi í súld með köflum. Spáð er rigningu aftur í nótt og fram á þriðjudag, en þá er sú gula víst væntanleg að nýju. Hiti á að vera frá 10 upp í 18 stig næstu daga.

elding.jpg

Viðgerð lokið hjá Mílu

Viðgerð er lokið vegna bilunar sem kom upp í stofnkerfi Mílu á Austurlandi í nótt sem leiddi til truflunar á síma- og netsambandi. Bilunin kom upp eftir að rafmagn var tekið af vegna viðhaldsvinnu í veitukerfi RARIK. Talsmaður Mílu segir að gerð verði nánari úttekt á ástæðu atviksins.

Lesa meira

Það munaði svo litlu Höttur!

Annarrar deildar lið Hattar var tíu mínútum frá því að slá úrvalsdeildarlið Breiðabliks út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð steinlá fyrir Fylki.

 

Lesa meira

29 milljónir í bætur vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni fyrirtækisins tæplega 29 milljónir króna með vöxtum í bætur vegna vinnuslyss sem varð haustið 2005. Maðurinn krafðist ríflega 47 milljóna í skaðabætur.

heradsdomur_reykjavik_logo_549331046.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.