Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs að verða tilbúin

Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs Hálslóns er að tilbúin en hefur ekki verið undirrituð. Ný viðbragðsáætlun vegna flugslyss á Egilsstaðaflugvelli verður prufukeyrð í næstu viku og unnið að viðbragðsáætlun vegna inflúensu og stíflurofs við Hraunaveitu.

 

Lesa meira

Milljarða kröfulýsing gleymdist

Krafa Lífeyrissjóðsins Stapa vegna nauðasamninga Straums-Burðaráss barst of seint. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða hjá Lögmannsstofunni ehf. vegna misskilnings á auglýsingu um kröfulýsingarfrestinn. Lögmannsstofan fer með málið fyrir hönd sjóðsins eins og mörg fleiri.

 

Lesa meira

Glæsilegir sigrar

Fjarðabyggð vann mikilvægan sigur á HK á útivelli í dag í toppbaráttu 1. deildar karla. Huginn tryggði sér sæti í úrslitakeppni þriðju deildar og Höttur á að vera laus við fallbaráttuna eftir sigur á KS/Leiftri.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga þessarar viku er m.a. fjallað um útlitið í síld- og loðnuveiðum í vetur og rætt við forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og Eskju. Fjallað er um hlut Austurlands í heildaraflaverðmæti fyrri árshelmings, málefni lífeyrissjóðsins Stapa og yngsti prestur landsins, Þorgeir Arason, og fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson eru teknir tali. Að auki eru myndir frá Ormsteiti og fleira forvitnilegt. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

upphropun.jpg

Afli og aflaverðmæti eystra rýrnaði

Verðmæti þess afla sem verkaður var á Austurlandi minnkaði um tæpar 330 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins saman borið við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti íslenska flotans í heild jókst á móti um tvo milljarða og man tæpum fjörutíu og tveimur milljörðum króna.

 

Lesa meira

Vont veður norðan Vatnajökuls

Veður er nú afar slæmt norðan Vatnajökuls og beinir Slysavarnafélagið Landsbjörg þeim tilmælum til ferðafólks að vera ekki á ferð þar nema brýna nauðsyn beri til. Leitað hefur verið aðstoðar björgunarsveita vegna ferðafólks af svæðinu, m.a. var göngumaður nálægt Gæsavötnum í vandræðum, óttast var um hjólreiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistufell.

Lesa meira

AFL spyr hverjir sæti ábyrgð hjá Stapa

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur eðlilegt að stjórn Stapa Lífeyrissjóðs skýri hvort og hverjir verði kallaðir til ábyrgðar vegna mistaka sem urðu til þess að kröfu lífeyrissjóðsins vegna nauðungarsamninga Straums-Burðaráss var lýst of seint. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag.

 

Lesa meira

Skólastarf að hefjast

Grunnskólar Austurlands verða settir í vikunni og opna þá dyr sínar fyrir á fimmtánda hundrað börnum og unglingum. Þar af eru um 125 börn að byrja í 1. bekk. Í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands hefja samtals um 530 nemendur nám í dagskóla.

nemendur.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Í fjölbreyttum Austurglugga vikunnar er meðal annars rætt við Akitsinnguaq Olsen, þingmann og formann álversnefndar grænlenska þingsins, um framvindu álvershugmynda Alcoa á Grænlandi og Sigurð Guðmundsson myndlistarmann um nýtt höggmyndaverk hans á Djúpavogi. Myndir og umfjöllun eru um Austfjarðatröll, Ormsteiti og sumar á Seyðisfirði og fjallað um skólaárið sem nú er að hefjast. Þetta og margt annað í Austurglugganum, sem fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

brosandi_hfrungar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.