Gönguleiðir makríls rannsakaðar

Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrannsóknastofnun. Meðal skipanna er Ingunn AK, sem HB Grandi gerir út, og lauk skipið yfirferð sinni í nótt sem leið að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda.

makrill.jpg

Lesa meira

Austurland verði eitt sveitarfélag

Þau miklu tímamót urðu í austfirsku sveitastjórnasamstarfi í dag að aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) samþykkti að vinna að því að Austurland, þ.e. svæðið frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps yrði eitt sveitarfélag. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þetta er tímamótaverkefni sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi.

ssa.jpg

Lesa meira

Nýsköpunarmiðstöð opnar á Austurlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur opnað starfsstöð í Miðvangi 2 - 4 á Egilsstöðum sem ætlað er að efla nýsköpun og styðja við atvinnulíf allt frá Vopnafirði til Djúpavogs. Í tilefni af því verður opið hús í Kaffihúsinu á Eskifirði 29. september frá kl 12:00 - 13:30 þar sem kynnt verður starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar.

nsk0punarmist.jpg

Lesa meira

Unnið að samþykkt erlendra krafna

Vel hefur gengið að fá innlenda kröfuhafa til að samþykkja kröfur lífeyrissjóðsins Stapa í bú Straums Burðaráss. Unnið er að því að fá samþykki erlendra kröfuhafa.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í fréttablaði Austfirðinga er þessa vikuna m.a. fjallað um þær breytingar sem í vændum eru hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, en aðalfundur samtakanna stendur nú á Seyðsfirði. Skoðað er hvað Vísindagarðurinn snýst um, sagt frá nýrri bók sem gefin var út í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Vilhjálms Einarssonar silfurmanns og birtar fleiri spurningar til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um aðskiljanleg málefni. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

stormur.jpg

Verri þeirra vinskapur ?

Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri skrifar:  

Nú er haustið að ganga í garð og ef ekki á að verða mjög harður vetur í þjóðfélaginu þá þarf stórhuga aðgerðir. Nú fer Icesave-málum vonandi að linna svo hægt verði að fara að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu, svo notaðir séu þekktir frasar. Það er þannig að ef ekki fara að sjást stórtækar aðgerðir verður bylting í þessu landi, mun meiri og öfgafyllri en sú sem átti sér stað fyrr á árinu.

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er fjallað nánar um tímamótaákvörðun austfirskra sveitarfélaga um að stefna að heildarsameiningu og kynnt fjögur af um 60 verkefnum Vaxtarsamnings Austurlands; kurlkyndistöð í Hallormsstað, Austfirskar krásir, efling lífrænnar framleiðslu og vetrarferðaþjónusta. Rannveig Þórhallsdóttir ritar minningarorð um Önnu á Hesteyri og Hjörleifur Guttormsson um Eggert Brekkan. Þá er fjallað um nýsköpunarkeppni grunnskóla og um kórsöng sem grætir jafnvel hörðustu nagla. Þetta og margt fleira í Austurglugganum í dag. Áskriftasími Austurgluggans er 477-1571.

allir_lesa_austurgluggann3.jpg

Aðalfundur SSA á morgun og laugardag

Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur 43. aðalfund sinn á Seyðisfirði á morgun og laugardag. Helstu viðfangsefni fundarins eru væntanlegar breytingar á starfi sambandsins og sóknaráætlun fyrir Austurland. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

ssa.jpg

Lesa meira

Nýr skáli í Loðmundarfirði vígður

Á morgun verður vígður nýr skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði. Skálinn er í landi Klyppstaðar skammt utan við kirkjuna þar sem hjáleiga var fyrrum. Ferðafélagið reisti skálann í júlí í sumar og hafa ferðamenn getað gist í honum frá ágústbyrjun. Loðmundarfjarðarskálinn er þriðji skáli félagsins á Víknaslóðum, en hinir tveir standa í Húsavík og Breiðuvík. Ferðafélagið fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og verður því fagnað samhliða vígslu skálans um kl. 14:00 á morgun. Allir eru velkomnir.

lomundarfjrur_skli.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.