Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er m.a. fjallað um nýtt tilraunaeldhús fyrir austfirskar náttúruafurðir, sagt frá hinni litríku Kjuregei Alexöndru Argunovu sem Erla Vilhjálmsdóttir bauð austur og Páll Pálsson skrifar um persónuníð fyrr á öldum. Sendiherra Rússa á Íslandi ræðir um stöðu lánamála gagnvart Íslendingum og um heimsókn sína til Austurlands. Sigurður Ingólfsson skrifar ritdóm um nýja ljóðabók Sveins Snorra Sveinssonar og framhaldssagan af Jónsa fréttaritara er á sínum stað. Þeir sem ekki eru þegar áskrifendur að Austurglugganum eru beðnir um að skrá sig undir flipanum hér að ofan; Hafa samband - ritstjóri eða hringja í síma 477-1750. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

gleilegt.jpg

Nýr Austurgluggi!

Í Austurglugga þessarar viku er að vanda farið vítt um sviðið. Fjallað er auk frétta um sextíu ára afmæli Möðrudalskirkju, tíu ára feril Magna Ásgeirssonar með Á Móti Sól og um leiðir fyrir fullorðna til að hefja nám að nýju og sigrast á námsfælni. Ný framhaldssaga fyrir krakka hefur göngu sína og verður birtur nýr kafli næstu átta vikur. Athugið að í frétt um stjórn Nýja Kaupþings misritaðist föðurnafn Helgu, bæjarstýru Fjarðarbyggðar, en hún er að sjálfsögðu Jónsdóttir. Beðist er velvirðingar.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

brosandi_hfrungar.jpg

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga þessarar viku er að vanda margt forvitnilegt. Má nefna auk frétta og aðsendra greina  umfjöllun um starf Krabbameinsfélaganna á Austurlandi, viðtöl við Friðrik Árnason, eiganda Hótels Bláfells á Breiðdalsvík, skoska jarðfræðiprófessorinn Ian Gibson sem var við rannsóknir ásamt George Walker á Austurlandi árin 1959-1962 og við spræka Stöðfirðinga sem staðið hafa að Salthússmarkaðnum. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

autumn.jpg

AFL gagnrýnir einkavæðingu starfa á spítölum

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags, sem haldinn var á Neskaupstað í gærkvöldi, samþykkti stjórn félagsins eftirfarandi ályktun. Í henni eru útboð á þjónustu og uppsagnir á starfsfólki ríkisstofnana til þess eins að ,,einkavæða" störf þeirra, gagnrýnd.

afl_haus.gif

Lesa meira

Bjargið trampólínunum!

Veðurstofan spáir stormi suðaustanlands seint í dag og kvöld, allt að 23 m/sek og á Norðausturlandi kringum miðnætti. Þá verður hvassast á annesjum. Víða rigning eða súld. Spáð er björtu veðri á morgun og fram á sunnudag, en þá tekur aftur við rigning.

stormur.jpg

Skógræktarfélag Íslands veitir viðurkenningar

74. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 28.-30. ágúst 2009. Skógræktarfélag A-Skaftfellinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls staðar af landinu, og tókst fundurinn vel. Fimm viðurkenningar voru veittar fyrir störf í þágu skógræktar og fengu þær Guðjón Sveinsson og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Breiðdæla, Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri, Bjarni Hákonarson og Finndís Harðardóttir, Gróðrarstöðinni Dilksnesi, Ingimar Sveinsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Djúpavogs og Björn Bjarnarson, Landgræðslu ríkisins.adalfundursi-mynd1.jpg

Lesa meira

Þrír dagar eftir af hreindýraveiðitímabilinu

Nú eru einungis þrír dagar eftir af hreindýraveiðitímabilnu. Þessa helgi ber vel í veiði því veður er með eindæmum gott á Austurlandi og margir veiðihópar á ferð. Tekist hefur að veiða allt eða svo til allt upp í kvóta á svæðum 3 og 5, eitthvað er eftir af kúm á svæði 1-2 og meira á svæðum þegar sunnar dregur. Forvitnilegt verður að sjá hvort náðst hefur að veiða upp í kvóta ársins, 1333 dýr, þegar niðurstöður liggja fyrir um miðja viku.

agl_vefur.jpg

Lesa meira

Styttist í að hreindýraveiðum ljúki

Níu dagar eru nú eftir af hreindýraveiðitímabilinu. Um mánaðarmótin var búið að fella um 830 dýr af þeim 1333 sem kvóti er fyrir. Það er rúmlega hundrað dýrum færra en á sama tíma í fyrra. Veiðar hafa þó gengið með ágætum síðustu daga og því hefur talsvert saxast á tölu óveiddra dýra, en þar eru kýr í miklum meirihluta.

hreindr.jpg

 

Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá á menningarminjadegi

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Á Austurlandi og Norðausturlandi verða tveir viðburðir. Á Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði verður opið milli 10:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni af menningarminjadeginum. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins Bustarfelli. Þá mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Austurlandi kynna heiðarbýlið Hlíðarenda. Mæting er við afleggjarann að Sænautaseli kl. 13:00. Um 10-15 mínútna gangur er að býlinu og er nauðsynlegt að gestir mæti vel skóaðir og klæði sig eftir veðri.

burstarfell1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.