Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér 1. sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Kristján Þór skipaði 1. sæti á lista flokksins í kosningunum 2007.
Hrafnkell Lárusson býður sig fram í 5-6 sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fer fram 28. febrúar næstkomandi.
Málþing á vegum Tengslanets austfirskra kvenna um kosti og galla ESB-aðildar Íslands verður haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14-17 nú á laugardag. Ýmsum hliðum aðildar verður velt upp og skoðað hvaða áhrif hún myndi hafa á Austurland. Málþingið er öllum opið.
Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór er 46 gamall, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital. Í 11 ár veitti hann Hagfræðistofun Háskóla Íslands forstöðu. Þá hefur Tryggvi Þór hefur verið ráðgjafi í efnahagsmálum fyrir stjórnvöld í ýmsum löndum og hjá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðasamtökum, m.a hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tryggvi Þór er með doktorspróf í Hagfræði frá Háskólanum í Árósum.
Pétur Guðvarðsson skrifar: Stundum er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi Alþingi í vasanum, að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, hún ráði öllu, af því að Alþingi samþykkir allt sem ríkisstjórnin leggur fyrir það.
Eftirfarandi framboð hafa borist í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VGNA sem skráðir eru 23. febrúar 2009 en þá verður kjörskrá lokað.
Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.