Umsóknafjöldi um veiðileyfi slær öll met

Aldrei hafa fleiri umsóknir verið um hreindýraveiðileyfi en nú, þrátt fyrir örðugt efnahagsástand. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar og höfðu þá borist 3.300 umsóknir. Í fyrra voru umsóknir rétt innan við 3.100 talsins.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Vetrarævintýri á Austurlandi

Á Austurlandi eru frábærir útivistarmöguleikar og veðrið oftast gott. Hér eru frábær skíða- og brettasvæði í Oddsskarði og Stafdal og endalausir möguleikar fyrir skíðagöngu. Hægt að skiða í skóginum eða þeysa um snjóbreiður í vélsleðaferð. Ganga í síðdegissólinni sem gyllir snæviþakin fjöll og skóg eða fara fetið á hestbaki.  Hið fræga ístölt verður á Egilsstaðavíkinni 21. febrúar.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Þungatakmarkanir á Austurlandi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum var viðauki 1 afnuminn og ásþungi takmarkaður við tíu tonn víða á vegum á Austurlandi og Suðurlandi í dag, 17. febrúar kl. 08. Sama gekk í gildi fyrir Vestfirði og Vesturland í gær. Frekari upplýsingar eru í síma 1777.

Vegagerðin segir að búast megi við umferðatöfum í Oddskarðsgöngum í kvöld frá kl. 22 til 06 í fyrramálið vegna viðgerða. Á Austurlandi er nú hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Möðrudalsöræfum.

Austurglugginn er kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal efnis er umfjöllun um niðurröðun á prófkjörslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi, fréttir og íþróttatíðindi. Þá er hinn sívinsæli matgæðingur á sínum stað og uppskrift að einhverri bestu bollu allra tíma, enda bolludagur á næsta leyti.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

56385574.jpg

Birkir Jón og Höskuldur vilja báðir fyrsta sætið í NA-kjördæmi

Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson munu báðir sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Þá sækist Huld Aðalbjarnardóttir á Kópaskeri eftir 2.-3. sæti og Sigfús Karlsson á Akureyri vill í 2.–4. sæti. Þetta kom fram á aukakjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi á laugardag.

xbmerkiliturheiti.gif

Þróttur áfram í bikarnum

Þróttur Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Val.

 

Lesa meira

Skráningum á Ístölt Austurland að ljúka

Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.

img_77481.jpg

Lesa meira

Hættur við þátttöku í prófkjöri Samfylkingar í NA-kjördæmi

„Það er að mínu mati ekki lýðræðislegt að gefa ekki kjósendum fullan rétt til að kjósa þá sem þeir vilja í tiltekin sæti,“ segir Ragnar Thorarensen, samfylkingarmaður. Hann er hættur við að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, en hafði gefið kost á sér í 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

ragnar_thorarensen.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.