Höfundur: Tinnu Halldórsdóttur, Jón Knút Ásmundsson og Guðrúnu Á. Jónsdóttur • Skrifað: .
Í ljósi þess að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám, eins og komið hefur fram í fréttum, viljum við vekja athygli á rannsókn sem Austurbrú framkvæmdi á síðasta ári um menntaþarfir atvinnulífsins á Austurlandi að beiðni Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Heilbrigðismálin eru forgangsmál næsta kjörtímabils. Það þarf að ráðast í stórtækar kerfisbreytingar á heilbrigðiskerfinu okkar og þar skiptir miklu máli að aðgengi fólks að þessari þjónustu sé tryggt óháð efnahag, en ekki síður - óháð búsetu. Allir landsmenn eiga að búa við sömu heilbrigðisþjónustu.
Eitt brýnasta umhverfisverndarmál næstu ára er að nýta græna orku og hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og á sjó. Rafknúnar bifreiðar seljast vel, orkuskipti eru hafin í sjávarútveginum og það hillir undir að slíkt muni einnig eiga sér stað í flugsamgöngum áður en langt um líður. Þetta er jákvæð þróun og við hljótum öll að fagna því að hreinir orkugjafar séu að taka yfir.
Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru.
Kæru kjósendur, ég heiti Dusanka Kotaras og skipa 12. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég ætla að segja aðeins frá mér og minni upplifun á Íslandi en ég kom til landsins sem flóttamaður ásamt fjölskyldu minni og fimm öðrum fjölskyldum.
Vatnajökulsþjóðgarður er lýðræðislegasta ríkisstofnun landsins sem er engri annarri lík í stjórnsýslunni. Fyrir 14 árum, þegar lögin um Vatnajökulsþjóðgarð voru samþykkt á Alþingi, þótti þessi nálgun tímamót í stjórnun og umsýslu náttúruverndarsvæða og þykir enn.
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema.
Höfundur: Einar Brynjólfsson og Magnús Davíð Norðdahl • Skrifað: .
Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað.