Um daginn heyrði ég frambjóðanda Sósíalista boða fjórða þorskastríðið, þingmannsefni Viðreisnar þenja sig um að bjóða út veiðiheimildir til hæstbjóðanda og Sjálfstæðismann muldra um að best væri að breyta litlu sem engu.
Vissir þú að til þess að jafna flugvallaeldsneytiskostnað á Egilsstaða- og Akureyraflugvelli væri nóg að hækka verð á seldum lítra af flugvallareldsneyti á Keflavíkurflugvelli um 0,02 kr./lítrann og nota þá hækkun til að jafna verðið á hinum flugvöllunum?
Það var á níunda áratug síðustu aldar sem gamall frændi minn stóð upp í pontu á fundi búnaðarfélaga á Austurlandi og lagði til að bændur myndu huga betur að vöruþróun og framsetningu.
Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi á vettvangi háskólanna er lykillinn að auknum lífsgæðum landsmanna allra. Á háskólastiginu þarf að leggja meiri áherslu á þróun og uppbyggingu tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins.
Á götum bæjarins og í almenningsrýmum hitti ég alltaf færri og færri þeirra sem tilheyra jaðarhópum, rónarnir í Reykjavík, hvar eru þeir? Fólkið sem á við geðraskanir að stríða, hvar er það? Ég velti fyrir mér af hverju.
Öflug heilbrigðisþjónusta er okkur öllum mikilvæg. Þegar við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda viljum við að hún sé í boði í heimabyggð. Að því sögðu þá liggur það í eðli máls að mjög sérhæfð heilbrigðisþjónusta getur einungis verið í boði á höfuðborgarsvæðinu vegna gífurlegrar sérhæfingar sem þarf í ákveðnum aðgerðum, sem einungis er hægt að framkvæma á Landspítalanum.
Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólitík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.