Til varnar öðrum
Eitt af því sem maður á ekki að gera er að fara með sögu, eða sögubrot sem maður ekki kann. Þar sem maður þekkir ekki aðalpersónur og er ekki einu sinni viss um að hafa vettvanginn réttan. En hér helgar tilgangurinn sem sé meðalið. Ég ræ á vafasöm mið, eins þótt ég viti að þetta á maður ekki að gera. Þessi pistill fjallar sem sé um það sem fólk á ekki að gera og sérstaklega ekki gamlir gráhærðir, og eða, sköllóttir karlar.Sólargeisli kærleikans
Það er freistandi í dag að tala um fótbolta! Það má segja að strákarnir okkar hafi tekið forskot á sæluna og hafið þjóðhátíðina degi fyrr en áætlað var. Þvílík gleði! Þvílík samvinna og þvílík hvatning fyrir okkur öll.En mig langar að deila með ykkur persónulegri sögu um samfélagið okkar, um hvatningu og náungakærleika.