Hugleiðing um fermingar
Í vor fagna ég sjö ára fermingarafmæli. Það er ákveðið sjokk að hugsa til þess að nú séu að verða sjö ár síðan ég neyddi messuvínið og oblátuna ofan í mig. En burtséð frá því er þetta upplifun sem margir hugsa til með hryllingi. Skelfilegu fermingarmyndirnar, tískan og allt það.Viðunandi samgöngur fyrir alla
Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ástand innviða á Íslandi og meðal annars er mikil þörf á að endurnýja bundið slitlag víða kringum landið. Við þessar aðstæður er erfitt að krefjast nýs bundins slitlags á malarvegum en það er samt mikilvægt að halda því á lofti þar sem lífsviðurværi fólks er í húfi. Til dæmis hafa þeir sem búa innst í Berufirði, og þeir sem þurfa að aka veg 1 á þessu svæði, lengi barist fyrir því að vegurinn þar verði endurbyggður og malbikaður. Það er nú komið í framkvæmd. Einn af síðustu þéttbýliskjörnum landsins sem enn þarf að lifa með malarvegi er Borgarfjörður eystri.Börn í Fjarðabyggð verða af tækifærum
Kennarar sem hafa starfað með nemendum af erlendum uppruna vita að grundvallarforsenda þess að læra íslensku er sterkur grunnur í móðurmálinu. Þrátt fyrir það fá nemendur með annað móðurmál en íslensku almennt ekki kennslu í sínu móðurmáli.Ýmislegt um rafrettur
Í janúar sameinuðust sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður um fræðslu um rafrettur, mögulega skaðsemi þeirra og útbreiðslu. Það var Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MA nemi í heilbrigðisvísindum, sem sá um að fræða bæði unglinga í grunnskólum sveitarfélaganna, ungmenni í Menntaskólanum á Egilsstöðum og foreldra/forráðafólk í sveitarfélögunum þremur.Enn um skólpmál á Egilsstöðum
Leikaragenunum í mér hafa altaf dreymt um að semja efni sem síðan yrði flutt opinberlega. Þessi draumur rættist núna 1. febrúar þegar Guðmundur Davíðsson, framkvæmdarstjóri HEF leiklas, eftir því mér skilst, síðustu grein mína um fráveitumál á Fljótsdalshéraði. Þar sem ég þekki aðeins til leiklistarhæfileika framkvæmdarstjórans veit ég að honum hefur farist það vel úr hendi. Því miður gat ég ekki verið á þessum fundi þar sem ég vinn þannig vinnu að erfitt er að hliðra til vegna funda eða annars sem fram fer á vinnutíma.Vísitasía biskups
Biskup Íslands heimsækir austfirskar sóknir. Það er kærkomið og Agnes M. Sigurðardóttir er hjartanlega velkomin. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni, sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta traust samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum, veita leiðsögn og hvetja til góðra verka.Rótarýdagurinn 24. Febrúar 2018 - Látum rödd Rótarý heyrast
Rótarýhreyfingin er alþjóðleg friðar- og mannúðarhreyfing sem starfar í öllum heimsálfum. Almenn markmið Rótarý er að efla samkennd milli manna, efla siðgæði og vinna að umhverfismálum.