Svona tæklar Sönderborg EM

Íslendingarnir í Sönderborg eru að ég held, einstakir. Það sannast aftur og aftur og ekki síst í kringum fótboltann undanfarnar vikur. Þess vegna langar mig til að deila með ykkur hvernig ég upplifði daginn sem Íslendingar spiluðu á móti Frökkum.

Lesa meira

Sjúkraflugið – lífæð landsbyggðarinnar

Á undanförnum árum hafa ótal greinar birst í dagblöðum, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem staðhæft er að undirstaðan í sjúkraflutningum á Íslandi í lofti sé sinnt með þyrlum Landhelgisgæslunnar. En staðreyndin er ekki sú. Eftir að hafa lesið enn eina slíka grein fékk undirritaður þá hugmynd að afla gagna um hvernig staðið hefði verið að sjúkraflutningum í sjúkraflugi á síðasta ári.

Lesa meira

Veiði í fargjaldafrumskóginum ekki gefin

Það tekur ávallt tíma fyrir flugfélög/ferðaskrifstofur að opna nýjar leiðir og innkomu á óþekkta ferðamannaslóð. Erlendir ferðamenn skipuleggja sín frí langt fram í tímann og erfitt er að raska því sem áður hefur verið planað. Það er því er óþarfi að örvænta strax um þessar niðurfellingar. Miklar væntingar voru byggðar upp og það skal þó fúslega viðurkennt, - það er súrt.

Lesa meira

Við komum því til skila (á endanum)

Tvisvar á innan við ári hafa borist fréttir af stórkostlegum seinkunum á póstútburði á Austurlandi. Í fyrra skiptið var það á Seyðisfirði, nú nýverið á Eskifirði. Íbúar á síðarnefnda staðnum bera við að það hafi ítrekað komið upp og áskrifendur hafa nefnt Austurglugganum dæmi um að blaðið hafi borist viku síðar en áætlað er.

Lesa meira

Byrðin afhjúpuð

Síðustu árin hef ég ekki verið duglegur að tjá mig í rituðu máli, reyndar bara átt erfitt með tjáningu yfir höfuð.

Lesa meira

Nice

Það er sama hvort það er gleði eða sorg, þeir atburðir sem gerast nær okkur hafa alla jafna meiri áhrif á okkur. Þannig snertir hryðjuverkið í Nice við fjölda Íslendinga sem nýlega hafa eytt sumarleyfisdögum sínum í frönsku Miðjarðarhafsborginni.

Lesa meira

Hvernig Andri Snær breytti lífi mínu

Þann 25. júní kjósa Íslendingar sér nýjan forseta. Mikilvægt er að kosningaþátttaka verði góð svo að þjóðin geti staðið með lýðræðislegri niðurstöðu. Ég er nú stödd í Healing í Englandi og verð ekki komin heim fyrir kjördag en kaus að sjálfsögðu áður en ég fór af landi brott.

Lesa meira

Ekkert rúm fyrir lúxusfjárfestingar að sinni

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 hefur verið lagður fram og endurskoðaður. Niðurstaðan er vel viðunandi að flestu leyti, þrátt fyrir að ýmsir útgjaldaliðir hafi hækkað á árinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar