Fótboltaannáll 2012

hottur_tindastoll_fobo_05092012_0058_web.jpg
Hér á eftir fer yfirferð yfir það markverðasta sem gerðist í knattspyrnunni árið 2012, tekin saman af tveimur mönnum sem telja sig standa framar öðrum hvað varðar knattspyrnu, ef frá er talinn geta til að spila leikinn, þjálfa hann eða tala um hann. Eins og sönnum fræðimönnum sæmir gáfu þeir sér góðan tíma í að velta við hverri þúfu í leit sinni. Sjónaukanum er beint að Íslandi, og er um 11 atriði að ræða jafnmargar byrjunarmönnum knattspyrnuliðs í upphafi leiks. 

Lesa meira

Nýtum tækifærin

ingvi_rafn_ingvason_xd.jpg
Á Norðurlandi er gott að búa. Grunnstoðirnar í atvinnu hafa verið og eru fiskveiðar og landbúnaður í gegnum tíðina en sífellt færri vinna við þessi störf í dag þó að framleiðslan hafi aukist með árunum. Mesta fjölgun starfa undanfarin ár er í þjónustugreinum, verslun og menningu á svæðinu. Með tilkomu t.d. Háskólans á Akureyri varð lyftistöng í menntamálum á svæðinu. Það þarf að passa að Háskólinn eflist áfram og störfum fækki ekki. Ánægjuleg viðbót í skólaflóruna á svæðinu er Framhaldsskólinn í Fjallabyggð en framhaldskóli í heimabyggð er mjög mikilvægur þáttur í því að ungt fólk búi lengur í heimabyggð. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er líka þungamiðja í atvinnu á Eyjafjarðarsvæðinu og einnig þar þarf að tryggja að ekki verði skorið svo við nögl að sú mikla og góða starfsemi sem er þar geti dafnað og þrifist og sinnt þeim skildum að vera sjúkrahús fjórðungsins. Einnig þarf að tryggja grunnstoðir víðar eins og á sjúkrahúsinu á Húsavík.  

Lesa meira

Á að setja landsbyggðina í aftursætið?

erla_ragnarsdottir_exdukkulisa.jpg
Kveikjan að þessum skrifum er umfjöllun Fréttablaðsins frá því á laugardag um könnun MMR, sem gerð var snemma í desember síðastliðnum. Þátttakendur voru m.a. spurðir að því hvaða stjórnmálaflokki þeir treystu best til þess að leiða fimmtán mismunandi málaflokka.

Lesa meira

Hvað ógnar íþróttafélögum á landsbyggðinni?

erla_ragnarsdottir_exdukkulisa.jpg
Öll erum við sammála um mikilvægi þess að stunda holla hreyfingu og huga að lífsstíl okkar, hvort sem það er til að hlúa að almennu líkamlegu hreysti eða til keppni og afreka. Rannsóknir hafa á undanförnum árum stutt við þessar hugmyndir og hefur ýmislegt verið gert til að styðja við þennan mikilvæga málaflokk. ÍSÍ hefur þar verið leiðandi málsaðili og mótað metnaðarfulla stefnu til framtíðar og notið opinbers stuðnings til þess. Afrekssjóður og Ferðasjóður íþróttafélaga, sem báðir voru stofnaðir í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, hafa verið efldir á undanförnum árum, og hefur stefnumótun innan Mennta- og menningarráðuneytisins einnig farið fram. 
 

Lesa meira

Við erum lánsöm

erla_ragnarsdottir_exdukkulisa.jpg

Með því að óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur Erla Sigríður Ragnarsdóttir lýst því yfir að hún vilji leggja fram krafta sína til að starfa í þágu okkar Austfirðinga. Við fögnum því að kona eins og hún vilji leggja sitt af mörkum til að koma hér á breytingum til batnaðar og okkur finnst við vera lánsöm.

 

Lesa meira

Makríll 2013 og tækjakaup

finnbogi_vikar.jpg
Vonandi verður fljótlega gefinn út kvóti í makríl fyrir árið 2013 af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Þá er ekki úr vegi að minna á að það er almennur vilji til þess að jafnræði verði gætt við úthlutun veiðiheimilda, ekki fáir útvaldir fái ríkulegan arð af þessari syndandi auðlind í lögsögu Íslands.

Lesa meira

Hvað er eðlilegur tími fyrir greiðsluaðlögun?

bergur_thorri_benjaminsson_xd_web.jpg
Það er ekkert launungarmál að á þar síðasta ári varð ég að sækja um greiðsluaðlögun. Ég, eins og margir Íslendingar, hafði of bjartsýna áætlun fram í tímann. Áætlun sem gekk ekki upp. Ég reisti mér hurðarás um öxl. Þrátt fyrir að hafa nú selt þá fasteign, sem ég átti hlutdeild í, er mínu máli ekki enn lokið hjá umboðsmanni skuldara (UMS). Í þessu sambandi verð ég að taka fram að sá tilsjónarmaður sem mér var skipaður hefur staðið sig með prýði og komið málinu áfram úr, að því er virðist, snigilshjólförum UMS. Til að varpa ljósi á þetta mál langar mig að sýna þér, lesandi góður, feril þessa máls.

Lesa meira

Fimmtán bestverstu pólitísku gjörðirnar árið 2012

austurfrett_profile_logo.jpg
Kæru málsfarstemplarar – lofið okkur að útskýra hugtakið „bestverstu“. Hér er um að ræða gjörðir sem voru heimskulegar, klaufalegar eða beinlínis meiðandi og teljast því þær verstu. Sumar þeirra ná þó þeim hæðum (eða lægðum) að vera komnar hringinn þannig hægt er að hlæja að þeim eftirá. Þannig geta verstu gjörðir orðið í raun jafnframt þær bestu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.