Í Austurglugga vikunnar er svo dæmi sé nefnt fjallað um Seyðfirðinginn Garðar Eymundsson, sem opnar á morgun sýningu blýantsteikninga af fjallahring Seyðisfjarðar í Skaftfelli. Þá er opnuumfjöllun um Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað; hvernig sjúkrahúsinu gengur að fóta sig í kjölfar þensluskeiðs vegna uppbyggingar virkjunar og stóriðju á Austurlandi, um ný tæki sem gefin eru af heimafólki og vöxt og viðgang fæðingardeildar. Þetta og margt fleira í nýjum Austurglugga, sem fæst á betri blaðsölustöðum.
Stór rúta fór út af veginum um Fagradal, skammt frá Mjóafjarðarafleggjara, í morgun. Enginn var um borð nema ökumaðurinn og var rútan að koma frá Reyðarfirði. Rútan fór um 40 metra vegalengd út af en ökumanninum tókst að halda henni á hjólunum. Hann slapp óskaddaður. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Nú er verið að koma stórvirkum tækjum á staðinn, en til stendur að reyna að hífa rútuna upp um kl. 21 í kvöld og koma henni upp á veg. Reiknað er með að loka þurfi veginum meðan á þessu stendur.
Fram kom hér í blaðinu fyrir skömmu að nú virtist sem þeirri ,,ánauð“ væri létt af fólki að verða að mæta á hvern einasta viðburð í sínu sveitarfélagi, en ella bera ábyrgð á því að viðkomandi viðburður yrði aldrei endurtekinn aftur.
Fljótsdalshérað harmar niðurskurð Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu 2009-2010, bæði innan sveitarfélagsins og utan þess. Ekki verður hægt að treysta því í vetur að fært verði milli Austurlands og annarra hluta landsins, þar sem leiðir norður og suður verða ekki mokaðar á laugardögum.
Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Hannes Sigmarsson, yfirlæknir Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hittu í dag á fundi formann Læknafélags Íslands. Ekki er vitað hvað fram fór á fundinum en leiða má að því líkur að rædd hafi verið tímabundin brottvikning yfirlæknisins úr starfi vegna gruns um misferli í reikningafærslum og þau mál sem út af því hafa spunnist.
Ég vakti yfir dóttur minni veikri eina nóttina í vikunni. Um miðbik næturinnar flugu gegnum nóttina hópar af gæsum. Þær höfðu hátt og voru búnar til langflugs, væntanlega til vetrarstöðva á Bretlandseyjum.
Á Austurlandi er nú ófært um Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og verið er að hreinsa vegi. Ófært er um Öxi. Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur og verið er að hreinsa vegi. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassari við A-ströndina í dag. Él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Áfram allhvöss norðanátt austast fram undir kvöld. Úrkomuminna um landið norðanvert síðdegis. Hægari og austlægari á morgun og dálítil él suðvestantil. Annars svipað veður. Vægt frost, en frostlaust við S- og SV-ströndina.
Í Austurglugga vikunnar kennir að vanda ýmissa grasa. Má nefna viðtal við Álftfirðinginn Eirík Guðmundsson sem fór á Þjóðfund og heimsókn unglingsstúlku í Neskaupstað til forsetahjónanna á Bessastöðum fyrir skemmstu. Þá er sagt í máli og myndum frá ljóðakvöldi sem haldið var í Seldal á Dögum myrkurs. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.
Ég hef miklar áhyggjur af heilsu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Stofnuninni hefur verið gert að spara enn meiri fjármuni en áður og torvelt er að sjá af hverju á að taka nema draga úr þjónustu þannig að kemur niður á almenningi á Austurlandi. Stofnunin er að telja tíkallana sína.