Austurland og ESB

Málþing á vegum Tengslanets austfirskra kvenna um kosti og galla ESB-aðildar Íslands verður haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14-17 nú á laugardag. Ýmsum hliðum aðildar verður velt upp og skoðað hvaða áhrif hún myndi hafa á Austurland. Málþingið er öllum opið.

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

Tryggvi Þór sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í NA-kjördæmi

Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór er 46 gamall, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital. Í 11 ár veitti hann Hagfræðistofun Háskóla Íslands forstöðu. Þá hefur Tryggvi Þór hefur verið ráðgjafi í efnahagsmálum fyrir stjórnvöld í ýmsum löndum og hjá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðasamtökum, m.a hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tryggvi Þór er með doktorspróf í Hagfræði frá Háskólanum í Árósum.

tryggvi_r_herbertss_vefur.jpg

 

Lesa meira

Flokkarnir og lýðræðið

Pétur Guðvarðsson skrifar:   Stundum er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi Alþingi í vasanum, að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, hún ráði öllu, af því að Alþingi samþykkir allt sem ríkisstjórnin leggur fyrir það.  

Lesa meira

Framboð í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Eftirfarandi framboð hafa borist í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VGNA sem skráðir eru 23. febrúar 2009 en þá verður kjörskrá lokað.

Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.

vg_logoweb.jpg

Lesa meira

Dregið úr veiðileyfum á sunnudag

Dregið verður úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi sunnudaginn 22. febrúar kl. 17:00, í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum. Til stendur að varpa niðurstöðunum beint á netið með sérstökum búnaði og verður sett slóð á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is og www.hreindyr.is í dag eða á morgun. Þá verður aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fyrr þennan sama dag kl. 13:00. Formaður FLH er Sævar Jónsson.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.