Orkumálinn 2024

Bankar og húseigendur deili ábyrgðinni

Íbúðalánasjóður og aðrar lánastofnanir sem lánuðu verðtryggð, íslensk íbúðarlán, eiga tímabundið að leysa inn veð, eignast veðhluta í húsum fólks og aflétta tímabundið lánum í kjölfar þess. Þetta er hugmynd Gunnars Þórs Sigbjörnssonar á Egilsstöðum um hvernig íbúðaeigendur og lánastofnanir geti sameiginlega tekist á við ástandið, áður en fólk lendir í vanskilum og verður eignalaust. Nánar verður fjallað um hugmynd Gunnars í Kastljósi Sjónvarps, væntanlega í kvöld.

gunnar_r_sigurbjrnsson.jpg

Lesa meira

Fátækt ágerist hröðum skrefum

Blikur eru á lofti um að fátækt ágerist nú hröðum skrefum í landinu. Er Austurland þar ekki undantekning. Ýmis úrræði eru í boði fyrir þá sem illa eru staddir, hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinum. Fulltrúar þessara aðila segja enn ekki verða vart við aukna neyð á Austurlandi, en undirbúningur sé hafinn til að mæta slíku og markviss samræða í gangi þar um.

Lesa meira

Hér er fólk við hungurmörk

Níunda október árið 1917 var bókað í gjörðabók dýrtíðarnefndar í Reykjavík að vegna verðþaks, sem sett hafði verið á kartöflur þar um slóðir, hyggðust kaupmenn senda kartöflubirgðir sínar með skipinu Sterling til Austfjarða og selja þær þar. Fyrir austan væri nefnilega ekkert hámarksverð á kartöflum.

Lesa meira

Samfélag þjóða á Austurlandi

Helga Steinsson skrifar samfélagsspegil Austurgluggans:

Samfélag þjóða á Austurlandi

Á Austurlandi búa margar þjóðir. Í gegnum tíðina hefur fólk frá öðrum löndum Evrópu og jafnvel frá enn fjarlægari löndum sest að á Íslandi. Það hefur tengst íslenskum fjölskyldum og orðið hluti af íslensku samfélagi. Samsetning fólks af erlendum uppruna breyttist á tíunda áratugnum þegar fólki frá Austur-Evrópu tók að fjölga á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Seinna fjölgaði fólki af  erlendum uppruna einnig á Austurlandi í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og byggingu álversins í Reyðarfirði. Austfirðingar hafa langa reynslu af samstarfi við erlent tónlistarfólk og íþróttafólk, sem hefur lagt okkur til þekkingu sína og reynslu undanfarin ár. Ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu sem vinna við fiskvinnslu, umönnunarstörf og ræstingar svo eitthvað sé nefnt.

 Fordómar meðal unglinga 

Hvernig hafa samskiptin við innflytjendur endurspeglað margbreytileikann? Byggja samskiptin á gagnkvæmu trausti og skilningi eða einkennast þau af fordómum i garð annarra? Sjálfsagt er hvoru tveggja til staðar, en fordómar fyrirfinnast meðal allra manna, bara mismunandi mikið. Kynþáttafordómar koma hins vegar í veg fyrir að fólk af ólíku þjóðerni geti átt eðlileg samskipti sín á milli og sýni hvort öðru gagnkvæma virðingu. 

Niðurstöður rannsókna sýna að fordómar fyrirfinnast mest meðal ungs fólks á aldrinum 12 til 16 ára. Þess vegna skiptir máli að fræðsla um fordóma og fjölmenningarlegt samfélag eigi sér stað meðal annars innan skólakerfisins. Fordómur er dómur án ígrundunar. Upplýsingamiðlun, jákvæð gagnrýni og rökleiðsla kennir okkur að vega, meta og virða. Getur verið að efnahagsástandið í landinu í dag auki hættuna á fordómum í garð innflytjenda? Til eru þeir sem gleðjast yfir því að nú skuli fólk af erlendum uppruna flytja af landi brott og jafnvel trúa því að allir innflytjendur fari af landi brott fyrr eða síðar. Vissulega eru margir innflytjendur að undirbúa brottför sína frá Íslandi vegna efnahagsástandsins. Hins vegar eru þeir fjölmargir, meðal annars á Austurlandi, sem ekki eru á förum en horfast í augu við þrengingar í efnahagslífi þjóðarinnar líkt og aðrir landsmenn.

Þarf alla sína íbúa

Austurland er fjölmenningarlegt samfélag sem þarf á öllum sínum íbúum að halda. Það skiptir máli að móttaka og aðlögun nýrra íbúa sé markviss og meðvituð og víða er verið að vinna að stefnumótun í þessum málaflokki. Um síðustu helgi voru haldnir pólskir dagar á Reyðarfirði. Fagna ber slíku frumkvæði um leið og bæði stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að vekja athygli á þeirri menningarfjölbreytni sem einkennir vinnustaðina í dag. Einmitt með því að vekja athygli á mismunandi menningu og fjölbreytni, eru meiri líkur á að koma megi í veg fyrir fordóma. Byggjum upp samfélag sem einkennist af umburðarlyndi, náungakærleik og hjálpsemi. Höfum það í huga nú þegar aðventan gengur í garð!

Nýr Austurgluggi

Meðal efnis: Vísbendingar um að olíu og gas sé að finna undan Borgarfirði eystra / Sveitarstjórnir vilja rannsókn á Gift / Vöktun á að ljúka / Miðsóknarkraftur Krísuvíkurborgar (leiðari) / Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson svara grein dr. Þórólfs Matthíassonar úr síðasta Austurglugga um áhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi á upphaf fjármálahrunsins / Enn mikil hreyfing á fólki í Fjarðabyggð / Fljótsdalshérað bregst við kreppunni / Helgi Arngrímsson, minning / Skógarpúkar gefa austfirskum börnum jólatré /Umdeild ákvörðun yfirstjórnar RÚV um að hætta útsendingum svæðisútvarps.

 

Æskan á óvissutímum

Á fimmtudag verður efnt til ráðstefnunnar Æskan á óvissutímum. Að henni stendur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA og er ætlunin að fjalla um íþrótta- og ungmennastarf á tímum þjóðfélagskreppu. Margt er góðra framsögumanna og rýnt verður í hvernig samfélagið getur stutt sem best við börn og unglinga. Að ráðstefnunni koma, auk UÍA, UMFÍ, Æskulýðsráð, Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK, menntamálaráðuneyti og Fljótsdalshérað. Allir eru velkomnir.

logo.jpg

Lesa meira

Kjarkleysi meirihlutans í Fjarðabyggð

Þórður Vilberg Guðmundsson skrifar: 

Sjötta nóvember síðastliðinn lagði bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fól í sér að:

  1. Bæjarfulltrúar myndu gefa eftir laun sín frá 1. janúar 2009 til 1. júlí 2009.
  2. Laun bæjarráðsmanna myndu lækka niður í þau laun sem bæjarfulltrúar höfðu.
  3. Farið yrði í alvarlegan niðurskurð hjá yfirstjórn Fjarðabyggð þ.e ferða-, sérfræði-, og launakostnað.
Með þessu var hugsun Sjálfstæðisflokksins sú að yfirstjórn Fjarðabyggðar myndi ganga fram með góðu fordæmi og skera fyrst niður hjá yfirstjórninni og embættismönnum, áður en ráðist yrði í niðurskurð og hækkun á þjónustu til íbúa á þeim erfiðu tímum sem nú eru framundan í íslensku þjóðlífi.Nú er rétt að athuga að í þessari ákvörðun felst ekki að bæjarfulltrúastarfið verði launalaust til allrar framtíðar. Þarna er um að ræða að bæjarfulltrúar afsali sér launum einungis fram til 1. júlí næstkomandi og því eiga rök forseta bæjarstjórnar um að erfitt gæti orðið að fá gott fólk til starfa í sveitastjórnum, sem hann lét falla í svæðisútvarpinu  gersamlega út í hött. Það væri kannski rétt að benda forsetanum á að kosningar fara ekki fram fyrr en á árinu 2010, þannig að ekki kemur til þess að nýtt fólk sé að fara að setjast í sveitastjórnirHér er um að ræða að bæjarstjórnarmenn hefðu gengið fram með góðu fordæmi á erfiðum tímum og sýnt bæjarbúum svo ekki væri um villst að þeir tækju á sig hluta þess niðurskurðar sem ljóst er að verður í bæjarfélaginu okkar á næstunni. Mörkuð hefði verið ákveðin stefna í því hvernig taka skal á málum sem hefði getað verið öðrum til eftirbreytni. Nú er ljóst að hugur meirihlutans stendur ekki til þess, ætli 20% hækkun á gjaldskrá hitaveitunar á Eskifirði sé kannski bara byrjunin á því sem við eigum eftir að sjá?Í staðinn lagði meirihlutinn fram tillögu sem var samþykkt. Tillögu sem í raun felur lítið annað í sér en orðagjálfur. Þar er ekkert sagt, ekki tekið á neinu. Eftir standa gagnslaus fyrirheit um eitthvað sem ekkert segir og enginn skilur. Allt skilið eftir opið og boltinn gefinn upp með að menn séu jú tilbúnir að skera niður.... bara ekki hjá okkur.  

Þórður Vilberg Guðmundsson er formaður Hávarrs FUS Fjarðabyggð.

Frá velsæld til vesældar

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifar um efnahagsleg áhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi:

Lesa meira

Viðræður við Launanefnd sveitarfélaga þokast áfram

Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Fundað var aftur í gær og segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs að nokkuð hafi þokast.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.