Til baka

Austfirðingurinn Helgi Guðmundsson hefur sent frá sér nýja bók; Til baka. Hún fjallar á gamansaman, en jafnframt grafalvarlegan hátt, um nöturlega lífsreynslu sem höfundur lendir í á sjúkrahúsi er hann gengst undir smávægilega aðgerð en hafnar fyrir mistök læknis í langvarandi lífshættu.

cover_small.jpg

Lesa meira

Starfsmannaleiga dæmd til að greiða tólf Lettum vangoldin laun

Starfsmannaleigan Nordic Construction Line (NCL) í Lettlandi, sem er í eigu sömu manna og GT verktakar í Hafnarfirði, var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til að greiða tólf lettneskum verkamönnum vangoldin laun. Þeir höfðu unnið við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Nema greiðslur rúmum þremur milljónum króna og eru vegna launa á uppsagnarfresti og annarra vangoldinna launa.

szepytiak_og_jaroslaw_vi_sjkraskli__krahnj.jpg

Lesa meira

Búið að semja við Launanefnd sveitarfélaga

Kjarasamningar hafa verið undirritaðir milli AFLs starfsgreinafélags og Launanefndar sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfélaganna tíu á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember síðastliðinn. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fara fram í vikunni.

afl_starfsgreinaflag_2.jpg

Lesa meira

Ljóð Páls Ólafssonar í öndvegi hjá íslenskum bóksölum

Mest selda ljóðabók ársins Eg skal kveða um eina þig, alla mína daga, hefur verið valin besta íslenska ljóðabókin 2008 af starfsfólki bókaverslana. Þórarinn Hjartarson tók saman ástarljóð Páls Ólafssonar og er þetta í fyrsta sinn sem þeim er öllum safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti.

Þetta er í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt af Félagi starfsfólks bókaverslana og taka bóksalar hvaðanæva af landinu þátt í kjörinu. Verðlaunin eru veitt í sjö flokkum.

palleggertlafsson.jpg

Landsbankinn leggur fram gögn

Landsbankinn hefur nú lagt fram upplýsingar sem hann neitaði AFLi  Starfsgreinafélagi og öðrum viðskiptavinum um í byrjun nóvember síðastliðnum. AFL stefndi bankanum og Landsvaka, peningamarkaðsfyrirtæki bankans í kjölfarið og krafðist ýtarlegra gagna um viðskipti síðustu vikur fyrir lokun sjóðsins, upplýsinga um verkferla og möguleg innherjaviðskipti síðust vikur sjóðsins.

westf07482.jpg

Lesa meira

Tökum áskoruninni

Síldarvinnslan í Neskaupstað reið á vaðið á dögunum og sendi Mæðrastyrksnefnd meira en fjögur tonn af sjófrystri ýsu til að leggja í matargjafir til þurfandi fólks. Nú hanga uppi í fyrirtækjum og stofnunum á Egilsstöðum áskoranir til veiðimanna og annars góðs fólks um að grafa úr frystikistum sínum kjöt og fisk og gefa Lionsklúbbnum Múla til úthlutunar fyrir jólin.

Vonandi verður þetta til þess að skapa einhvers konar bylgju um allt Austurland, þar sem fyrirtæki og einstaklingar finna hjá sér hvöt til að leggja hönd á plóg og veita nauðstöddum af örlæti sínu.

Lesa meira

Sjálfboðaliðastarf starfsmanna Fjarðaáls skilar þremur milljónum til félagasamtaka á Austurlandi

Austfirskt karnival, Listasmiðja Norðfjarðar, Tengslanet austfirskra kvenna, Slysavarnadeildin Hafdís og Björgunarsveitirnar Gerpir, Ársól, Hérað og Bára voru meðal þeirra sem í gær fengu afhenta styrki frá Alcoa til samfélagsmála á Austurlandi. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa á Íslandi afhenti styrkina í jólahlaðborði starfsmanna álversins í hádeginu í gær.

Lesa meira

AFL stefnir Landsbanka og Landsvaka

AFL Starfsgreinafélag hefur stefnt Landsbanka Íslands og Landsvaka fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. AFL, sem tapaði um 170 milljónum króna í Landsbankanum í bankahruninu, krefst sundurliðaðs yfirlits yfir eignir peningamarkaðssjóða Landsbankans í september og október nú í haust. AFL segir lög Alþingis um bann við málsókn á hendur bönkum og fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki standast og að ekki verði brotin bankaleynd þó þær upplýsingar sem krafist er verði veittar.

images.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Nýr Austurgluggi kemur út í dag. Stöðfirðingar eiga drjúgan þátt í þessu blaði, því litið er við í versluninni Brekku á Stöðvarfirði og rabbað við verslunareigendur um jólaundirbúning í þorpinu. Þá skrifar Sólrún Friðriksdóttir á Stöðvarfirði samfélagsspegil að þessu sinni. Meðal annars efnis er umfjöllun um góðgerðarstarf eldri borgara á Eskifirði og undirbúning þeirra fyrir árlega skötuveislu, hugmyndir að hýbýlaprýði í kreppunni, fréttir og hinn sívinsæli Matgæðingur. Næsti Austurgluggi er helgaður jólum og kemur út 19. desember næstkomandi. Síðustu forvöð til að skila auglýsingum og jólakveðjum í jólablaðið eru á morgun, föstudag.

logo.gif

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.