Á fimmtudag verður efnt til ráðstefnunnar Æskan á óvissutímum. Að henni stendur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA og er ætlunin að fjalla um íþrótta- og ungmennastarf á tímum þjóðfélagskreppu. Margt er góðra framsögumanna og rýnt verður í hvernig samfélagið getur stutt sem best við börn og unglinga. Að ráðstefnunni koma, auk UÍA, UMFÍ, Æskulýðsráð, Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK, menntamálaráðuneyti og Fljótsdalshérað. Allir eru velkomnir.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti hinn 24. nóvember síðastliðinn styrki til atvinnumála kvenna við athöfn sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Fimmtíu milljónir króna voru til úthlutunar að þessu sinni og voru veittir 56 styrkir að þessu sinni. Umsóknir sem bárust voru 246 talsins hvaðanæva af landinu. Fimm austfirskar konur hlutu styrk.
Ljós voru víða tendruð á austfirskum bæjarjólatrjám í gær og brugðið á leik með söng og snemmbúnum jólasveinkum. Í dag kviknuðu svo aðventuljósin í gluggum landsmanna, enda fyrsti sunnudagur í aðventu. Upphefst þar með formlegur undirbúningur fyrir hátíð ljóss og friðar. Er það kærkomið tækifæri til að víkja óyndi undanfarinna vikna til hliðar um stund og njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldu og vina.
Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Fundað var aftur í gær og segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs að nokkuð hafi þokast.
Á morgun, sunnudag, verður efnt til ráðstefnu um austfirsk matvæli og möguleika til eflingar þeirra. Verkefnið er á vegum Þróunarfélags Austurlands og Vaxtarsamnings. Miklir möguleikar eru taldir vera í þróun og markaðssetningu matvæla og verður farið yfir þá á ráðstefnunni.
Ríkisútvarpið ætlar að hætta svæðisbundnum útsendingum á Egilsstöðum. Hugsanlega hætta þær um áramót. Starfsmenn svæðisútvarpsins á Austurlandi eru slegnir og telja litla hagræðingu fólgna í að leggja svæðisútvarpið af. Hins vegar verði stofnunin af auglýsingatekjum á Austurlandi, langt umfram kostnað við útsendingar.