Gott í gogginn á föstudegi

Vefur Austurgluggans heldur nú áfram þeirri nýbreytni að birta uppskriftir á föstudögum, til að gleðja netverja og gefa þeim ferskar hugmyndir í helgareldhúsið. Uppskriftirnar eru fengnar úr fyrri tölublöðum Austurgluggans, þar sem matgæðingar hverrar viku hafa deilt sínum bestu eldhúsleyndarmálum með lesendum um langa hríð og gera enn. Hér koma uppskriftir að nokkrum dásamlegum kökum frá Guðfinnu Auðunsdóttur. Njótið vel!
kaka.jpg

Lesa meira

Ríkisendurskoðun segir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi hafa eflst undanfarin ár

Miklar breytingar voru kynntar á heilbrigðiskerfi landsmanna í dag. Þær hafa einkum þau áhrif á Austurlandi að til enn frekara samstarfs kemur á milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en það hefur verið töluvert síðustu árin. Skipulagsbreytingar hafa verið í gangi hjá HSA allan síðasta áratug og falla þær að kynntum breytingum. Ásta Möller, alþingismaður (D) og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis sagði á fundi á Egilsstöðum í dag að heilbrigðisþjónusta á Austurlandi hefði batnað á síðustu árum, samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

sta_mller_vefur.jpg

Lesa meira

Stútfullur Austurgluggi af forvitnilegu efni

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Stöðfirðinginn Svövu Magnúsdóttur um einkar forvitnilegt borðspil sem snýst um helstu trúarbrögð veraldar, Sonju Björk Jóhannsdóttur, íþróttamann Hattar árið 2008 og Garðar Bachmann Þórðarson kvikmyndagerðarmann á Seyðisfirði. Fjallað er um áhugaverð tækifæri í atvinnusköpun fyrir fólk í dreifbýli, búsifjar bænda í Jökulsárhlíð vegna garnaveiki og helstu fréttir. Að auki eru birtar aðsendar greinar sem fjalla um allt frá erfiðu hlutskipti fyrirtækja í fjórðungnum til opnunartíma bókasafnsins í Neskaupstað. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar skrifar um byggðaáætlun fram til 2013 og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga fjallar um mikilvægi staðbundinna fjölmiðla.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

Þátttakandi eða þiggjandi

Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað í Vopnafirði skrifar: Merkilegt hvað ástand síðustu vikna hefur oft orðið til þess að ég hef minnst ömmu minnar heitinnar. Stundum hefur mér fundist ég heyra hana reka upp sinn forðum fræga dillandi hlátur, séð hana slá sér á lær og taka bakföll af undrun yfir þeim makalausu fréttum sem fjölmiðlar ryðja yfir okkur landsmenn nokkrum sinnum á dag, dag eftir dag, viku eftir viku.

Lesa meira

Smjörklípumeistara svarað

 Smári Geirsson, fyrrverandi formaður SSA og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, skrifa: Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritaði grein í Austurgluggann sem birtist 27. nóvember síðastliðinn. Þar opinberar hann það viðhorf sitt að virkjunar- og álversframkvæmdir á Austurlandi séu í reynd kveikiefnið sem hratt margumræddri kreppu af stað. Undirritaðir svöruðu Þórólfi og birtist svargreinin í Austurglugganum viku síðar. Nú hefur Þórólfur stungið niður stílvopni sínu á ný og sent frá sér greinina Fullar hendur smjörs? en hún hefur einungis birst á heimasíðu Austurgluggans þegar þetta er ritað.

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á fljúgandi hálku

Mikið vetrarríki er nú á Austurlandi og víða fljúgandi hálka á vegum utan og innan þéttbýlis. Þannig hafa orðið í það minnsta fjórir árekstrar innanbæjar á Egilsstöðum í dag, svo dæmi sé tekið og fólk hefur dottið í hálkunni og meitt sig.

Víða í fjórðungnum eru él og hálka eða snjóþekja. Snjóað hefur töluvert og því hætta á skafbyl ef einhver vindur er að ráði. Breiðdalsheiði er þungfær, Öxi og Hellisheiði ófærar og ófært í Mjóafjörð.

vefur_snjr.jpg

Nýr Austurgluggi kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal forvitnilegs efnis er umfjöllun um stöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk annarra frétta og myndir af fyrsta nýja Austfirðingi ársins og öðrum nýburum sem fæðst hafa fyrstu daga hins nýja árs. Þá er Hallgríms Kjartanssonar, bónda á Glúmsstöðum II í Fljótsdal minnst, en hann lést í desember.

Austurglugginn er fréttnæmt vikublað fyrir alla Austfirðinga og fæst á öllum betri blaðsölustöðum í fjórðungnum. Áskriftasími er 477-1571.

Farþegum innanlandsflugs til Egilsstaða fækkar um 15%

Farþegum í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða fækkaði um 15% árið 2008 og voru um hundrað og fjórtán þúsund talsins. Flugfélag Íslands segir þá fækkun hafa verið nokkuð fyrirséða, vegna loka á virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.
420.000 farþegar flugu með Flugfélagi Íslands í fyrra og er það annað stærsta ár félagsins frá upphafi.

flugvl.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.