MA og framtíð ferðaþjónustu
BRÉF TIL BLAÐSINS

Markaðsstofa Austurlands (MA) er sjálfseignarstofnun sem varð til með skipulagsskrá 1999. Henni er ætlað að vera samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga um ferðamál og snúast verkefni hennar um upplýsingagjöf og markaðs- og þróunarstarf á svæði sem í dag nær frá Vopnafirði og til Djúpsvogshrepps.
Markaðsstofa Austurlands er elsta markaðs(skrif)stofan í landinu en á síðustu árum hefur verið reynt að byggja upp slíkan samstarfsvettvang víða annars staðar, s.s. á Norðurlandi og Suðurlandi. Enda er reynslan af starfi Markaðsstofu Austurlands mjög góð þó að hún hafi á tímabili átt í erfiðleikum.