Kuldagjóstur og fannfergi

Veturinn hefur minnt á sig í gær og í dag með kuldagjósti og fannfergi. Á vegum fjórðungsins er víðast hvar snjóþekja eða hálka og skafrenningur. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar og þungfært víða á fjallvegum. Vegfarendur ættu því að hafa varann á.

snjr.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Meðal efnis: Austfirðingar sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar geta víða leitað aðstoðar. / Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, segir beint samband milli stórframkvæmdanna á Austurlandi og fjármálakreppunnar. / Hvað segir Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð, um setu sína í bankastjórn Nýja Kaupþings og hvernig það samræmist störfum hennar sem bæjarstýru? / Viðtal Gunnars Gunnarssonar við Elfar Þórarinsson úr Fljótsdal. / Helga Steinsson skrifa samfélagsspegil Austurgluggans að þessu sinni og fjallar um samfélag þjóðanna á Austurlandi. / Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað hafa nú náð því markmiði sínu að gefa tæki til allra deilda sjúkrahússins.

Vinnumarkaðsmál í brennidepli

Verkalýðshreyfingin á Austurlandi fylgist náið með framvindu mála í þeim erfiðleikum sem nú blasa við almenningi. Stéttarfélögin á Austurlandi eru í samstarfi við Vinnumálastofnun og Þekkingarnet Austurlands og munu n.k. mánudag kynna umfangsmikla áætlun um endur- og símenntun. Þá býður ASÍ forystan og AFL Austfirðingum til opins fundar um efnahags- og kjaramálin n.k. þriðjudag.

nytconstructionworkers.jpg

Lesa meira

Verkalýðshreyfingin taki sér stöðu með fólkinu nú þegar

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, segir verkalýðshreyfinguna nú hafa eitt besta tækifæri síðari ára til að hafa mótandi áhrif á samfélagið. Stéttarfélög og samtök þeirra eigi núna að vinna á þann hátt að félagsmenn þeirra geti verið stoltir af því að tilheyra þeim.

hjrds_ra_sigurrsdttir.jpg

Lesa meira

Eggjað til ofbeldis?

Ég heyri á vinum mínum syðra að skiptar skoðanir eru á því hvort grýta megi eggjum og skyri í Alþingishúsið eður ei. Sjálfri finnst mér það ekki skipta sköpum. Tvennt er í mínum huga kýrskýrt. Nú á alþýða manna að láta heyra í sér svo undir tekur í fjöllunum og gera stjórnvöldum ljóst að við erum ekki reiðubúin til að láta skítadreif fjárglæfrafólks yfir okkur ganga. Hitt er að ofbeldi á aldrei rétt á sér og við verðum að gæta þess að missa okkur ekki í slíkt, þrátt fyrir kraumandi reiði og kröfu um að ábyrgir axli afleiðingar.Ég velti fyrir mér hversu íslenskur almenningur er reiðubúinn að ganga langt til að sú krafa nái fram að ganga, þegar ekki er nein hefð fyrir því um líku innan íslenska kerfisins. Einnig er umhugsunarefni hvað kæmi þá í staðinn.Hvað sem því líður þyrstir íslenska þjóð á fjármálalegri vonarvöl í réttlæti. Hana hungrar eftir skilmerkilegri útleggingu á því hvernig nokkrir ráðandi einstaklingar gátu glutrað niður því sem gengnar kynslóðir og roskið fólk þessa lands vann þjóð sinni hörðum höndum. Hvernig á því má standa að næstu kynslóðir Íslendinga eru hnepptar í skuldafjötra vegna áhættufíknar fárra manna. Víðtæk samstaða fólksins í landinu skiptir nú sköpum og er okkar ódeigasta vopn; samstaða sem byggir á heilbrigðum kröfum og raunhæfum væntingum.                                                                        Steinunn Ásmundsdóttir (Leiðari Austurgluggans 20. nóvember sl.)

Lesa meira

Áfram Austurland!

Austfirskur verslunareigandi hafði samband við síðuna og kvað það fjarri öllum sannleika að ekki væri unnt að kaupa ódýran og vandaðan klæðnað á Austurlandi, samanber frásögn af manni sem flaug til Reykjavík til fatakaupa fyrr í vikunni.

webimage2.jpg

Lesa meira

700IS Hreindýraland fær milljón úr Atvinnusjóði kvenna

700IS Hreindýraland, alþjóðleg kvikmynda- og myndbandslistahátíð á Austurlandi, sem er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, hlaut á þriðjudag einnar milljónar króna styrk frá Atvinnusjóði kvenna. Styrkirnir voru afhentir af Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötuna. Alls hlutu 56 verkefni styrk af  264 umsóknum.

image001.jpg

Enn skorin flís af horuðu HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur barist í bökkum í rekstri sínum síðustu árin. Þjónustuaukning vegna virkjunar- og álversframkvæmda vógu þungt og lítil mótframlög fengust frá ríkinu þrátt fyrir mjög aukið álag á HSA. Nú á enn að skera niður.

heilbrigisrherra.jpg

Lesa meira

Úr vöndu að ráða

Í sumum tilfellum virðist borga sig að kaupa flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka, til þess eins að komast í lágvöruverðsverslun með fatnað og fata sig upp. Það er í það minnsta reynsla Austfirðings á besta aldri.

confortbuxurherra.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.