


Fátæktarfordómar á Íslandi
Það ríkja fátæktarfordómar á Íslandi. Ekki einungis hjá þeim sem eiga nóg heldur sannarlega líka hjá þeim sem búa við fátækt. Þar væri betra orð jafnvel fátæktarskömm og við vitum öll að ef við skömmumst okkar fyrir eitthvað þá getur verið ótrúlega niðurlægjandi að þurfa að biðja um aðstoð.
Gróðahyggjan má ekki ráða öllu
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur.
Með fjölbreytileika að leiðarljósi
Það hefur verið magnað ævintýri að vera hluti af innkomu Vinstri grænna í stjórnmálin á Austurlandi. Rödd sem svo sárlega vantaði inn í gamla og fúna, karllæga umræðuhefð kom svo sannarlega mikilvægum málum á dagskrá. Orðræða um jafnrétti, náttúruvernd, íbúalýðræði og félagslegt réttlæti er það sem ný heimsmynd og þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi kalla eftir.
Þessi undarlegu ósköp - Fiskeldissjóður
Í fjörðum víðsvegar á landinu eru stundað sjókvíaeldi, einkum á laxi. Eldiskvíar liggja utan netlaga (115 m. frá stórstraumsfjöruborði) en þar enda skipulagsmörk sveitarfélaga og eru sjókvíarnar því utan áhrifasvæðis þeirra og tekjur sveitarfélaga af fiskeldisfyrirtækjum takmarkast við aflagjöld og hafnargjöld sem þau greiða.
Nýtum kosningaréttinn
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti en á síðustu vikum hafa frambjóðendur Framsóknar verði á ferð og flugi um sveitarfélagið til þess að kynnast íbúum, fyrirtækjum og einstaklingum og vita hvað brennur á þeim.
Framsókn til framtíðar í Fjarðabyggð
Á laugardaginn ganga íbúar Fjarðabyggðar til kosninga og kjósa sér fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Á undanförnum dögum og vikum höfum við, frambjóðendur Framsóknar í Fjarðabyggð, farið vítt og breitt um sveitarfélagið okkar. Við höfum átt gefandi og skemmtileg samtöl við íbúa í öllum byggðakjörnum og fengið að heyra hvað brennur á þeim.
Draumurinn um VG í Fjarðabyggð er orðinn að veruleika
Það hefur verið draumur minn síðan 2010 að VG bjóði fram hér í Fjarðabyggð. Ég viðraði þessa hugmynd 2014 og svo enn aftur 2018. Það virtist alveg ljóst að virkir VG liðar væru einfaldlega of fáir í sveitarfélaginu til að þetta væri hægt.