Höfundur: Eiríkur Björn Björgvinsson/Sigríður Ólafsdóttir • Skrifað: .
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega.
Að vera foreldri í Svíþjóð er ánægjuleg lífsreynsla. Gervallt samfélagið er margfalt, margfalt barnvænna en hið íslenska. Réttur foreldris til að vera heima vegna veikinda barns er 120 dagar á ári. Foreldraorlofið er 480 dagar sem foreldrar geta deilt á milli sín uns barnið nær átta ára aldri.
Í síðustu grein minni fjallaði ég um núvitund. Aukin færni í núvitund getur haft fjölþætt jákvæð áhrif á andlega heilsu, en hún getur einnig haft mikil áhrif á sambönd við annað fólk. Ég ætla að útskýra þetta í stuttu máli og beina sjónum sérstaklega að parsamböndum, þótt flest af þessu eigi í raun við um öll náin sambönd.
Það var að kvöldlagi um hávetur að ég var staddur í foreldrahúsum. Ég hafði glímt við sáran húðþurrk í andliti sem olli mér ama og hafði ágerst í frosthörkum. Ég var ráðalaus og nokkuð uppgefinn á þessu ástandi.
Þvílíkur mannauður austur á Egilsstöðum! Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á hinum glæsilega Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um liðna helgi. Frjálsíþróttadeild Hattar stóð með miklum glæsibrag að allri framkvæmd.
Forsætisráðherra brást illa við í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir páska. Þar var hún þráspurð út í bólusetningaáætlun ríkisstjórnarinnar uns spyrillinn spurði beint út hvort hún teldi heilbrigðisráðherra valda starfi sínu. Það sem ofbauð ráðherranum var reyndar eftirfylgni spyrilsins sem benti á að ráðherrann hefði ekki bara verið undir miklu álagi í vinnu sinni heldur lent í áföllum í einkalífi.
Höfundur: Eiríkur Björn Björgvinsson, Guðbrandur Einarsson og Guðmundur Gunnarsson • Skrifað: .
Í þeirri orrahríð sem útgerð hér á landi hefur staðið í síðastliðin misseri hefur sjónum aðallega verið beint á neikvæða þætti. Sjávarútvegur á Íslandi er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins. Atvinnugrein sem skapar mikilvæg störf bæði beint og óbeint og skilar þjóðinni mikilvægum tekjum í ríkiskassann. En umræðan hefur aðallega snúist um misnotkun á valdi, yfirgang gagnvart starfsfólki, brask og brall.
Þann 21. apríl sl. kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vörumerkið Vörðu - Merkisstaði á Íslandi, sem ætlað er að mynda umgjörð um áfangastaðastjórnun ferðamannastaða á Íslandi.
Laugardaginn 29. maí verður haldið prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna 25. september nk. Ég gef kost á mér í 1. sæti á lista flokksins og bið um stuðning til að leiða kosningabaráttu flokksins næstu 17 vikurnar.