Aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga
Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða hefur verið lagt fram og bíður nú framsögu umhverfis- og auðlindaráðherra, svo að vísa megi málinu til nefndar og síðar til endanlegrar afgreiðslu á Alþingi.Rammvillta vinstrið
Fram er komið fyrirbærið Sósíalistaflokkur Íslands sem sankað hefur að sér tæplega 9000 fylgjendum á Facebook. Um er að ræða afsprengi gáfumannaklúbbs í Reykjavík sem virðist telja þörf á nýjum flokki með áherslu á jöfnuð, réttlæti, frelsi í einhverri mynd, auk dass af markaðsbúskap – svo ekki sé minnst á andúð á Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, fjórflokknum og öllum hinum.
Austfirðingar borga extra 420% ferðaskatt.
Hjartað í mér tók gleðikipp þegar ég fékk upp í hendurnar efni til þess að vinna á síðu tvö; Flugfélag Austurlands.
Jim Ratcliffe - úlfur í götóttri sauðargæru
Ég verð að segja að ég er mjög sleginn yfir viðtali við Jim nokkurn Ratcliffe í Kastljósi um daginn. Þar lýsir nýbakaður stórjarðeigandinn því yfir þvílíkur náttúruunnandi hann sé , og jafnframt því að ósnortið land hafi sífellt meira gildi fyrir mannkynið, þar sem það sé sífellt að minnka. Þá er og yfirlýstur tilgangur hans með jarðakaupunum að vernda laxastofna á svæðinu. Gott og vel. Það var hinsvegar yfirlýsing hans um að byggja laxastiga í Hofsá, sem varð til að kjötbitinn hrökk öfugur ofan í mig.
Af hverju er ekki ljósleiðari í mínu sveitarfélagi?
Á undanförnum árum hefur krafan um góðar fjarskiptatengingar orðið æ háværari enda sýnt að slíkar tengingar eru undirstaða búsetu, byggðaþróunar og atvinnureksturs.Sumir ganga svo langt að segja að góð fjarskiptaþjónusta sé landsbyggðunum jafn mikilvæg og góðar samgöngur.Hvers vegna sögðum við nei
Á bæjarstjórnarfundi í dag, samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að ganga til samninga við Íþróttafélagið Hött um viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Í verkefninu felst aðallega bygging fimleikasalar, auk breytinga á starfsmannaaðstöðu og búningsklefum í húsinu. Uppgefinn kostnaður vegna verksins er 202 milljónir króna sem sveitarfélagið greiðir á fjórum árum. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum og ég vil í fáum orðum segja frá því hvers vegna.Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er röng ákvörðun
Undanfarin ár hef ég fylgst af aðdáun með þeim krafti og áræðni sem hefur drifið áfram hraða uppbyggingu í ferðaþjónustu á fjölmörgum stöðum á Norður- og Austurlandi. Þrátt fyrir að landshlutinn búi við mun lakari kjör varðandi dreifingu ferðamanna en Suðvesturhornið má hvarvetna sjá ný fyrirtæki, ný störf, fjárfestingu og snjallar hugmyndir til að nýta ný tækifæri.