Í lok janúar fóru tveir bílar útaf í sömu brekkunni, í sunnanverðum botni Stöðvarfjarðar, sem oft er kölluð Óseyrarbrekka. Akstursaðstæður voru mjög erfiðar. Snjór, mjög hvasst og mikil hálka var á veginum. Óhöppin áttu sér stað með nokkurra klukkutíma millibili og voru tveir farþegar í hvorum bíl. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einhverjir hlutu minniháttar áverka.
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafa undirritað samning um sóknaráætlun Austurlands 2015 til 2019. Alls renna um 95 milljónir króna til Austurlands. Sigrún Blöndal, formaður SSA segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir atvinnu, nýsköpunar- og menningartengd tækifæri á Austurlandi.
Elís Pétur Elísson, útgerðarmaður á Breiðdalsvík, fagnar tilkomu fiskvinnslu Ísfisks á staðnum eins og margir aðrir íbúar. Áætlað er að þjónusta við útgerð og vinnslan skapi 15-20 störf á staðnum.
Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sérstakt hversu tregir stjórnendur ISAVIA séu að nota hagnað stofnunarinnar til að byggja upp aðra flugvelli en í Keflavík. Stuðningur við millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll virðist vera farinn að berast úr fleiri áttum en áður.
Búið er að opna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Egilsstöðum undir nafni Egilsstaðastofa. Hús handanna tekur við rekstri Upplýsingamiðstöðvar Austurlands til eins árs en henni var lokað í byrjun nóvember.
Íbúafundurinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna undir Urðarbotnum og undir Nes- og Bakkagiljum.
Bolludagurinn var haldin hátíðlegur í Fellaskóla í dag, en foreldrar og kennarar skólans sameinuðu krafta sína og bökuðu bollur fyrir alla nemendurna í skólanum.
Síðastliðin þriðjudag var haldinn skólafundur í Verkmenntaskóla Austurlands. Fundurinn var óvenjulegur að því leyti að nemendaráð skólans sá um fundinn.
Þorrinn er gengin í garð í allri sinni dýrð og hafa margir gætt sér að gómsætum þorramat með öllu tilheyrandi undanfarna daga. Hákarl er eitthvað sem er ómissandi í þorrabakkann að margra mati. Hreinn Björgvinsson, trillukarl frá Vopnafirði hefur verkað og selt hákarl í há herrans tíð og veit allt um handbrögðin og galdurinn á bak við ljúffengan hákarlsbita.
Hvernig sérðu atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi? Verða börnin þín við stjórnvölinn eftir tuttugu ár? Í dag verður haldinn fundur í Fjarðabyggð um byggðaþróun á norðurslóðum Norðurlanda þar sem meðal annars verður reynt að svara þessum spurningum.