Eldur kviknaði í baðherbergi
Slökkviliðið á Egilsstöðum var kallað út upp úr klukkan þrjú í dag vegna elds í baðherbergi í íbúðarhúsi í bænum.Sigurinn í tæknilegó keppninni til Fjarðabyggðar
Einn + níu, lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði í tækni-og hönnunarkeppni grunnskólanema FIRST LEGO League á laugardaginn var. Alls tóku þrjú lið frá grunnskólum Fjarðabyggðar þátt í keppninni í ár, eða frá Grunnskóla Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.Tveir útaf í Óseyrarbrekku í gær: Aðstæður voru mjög hættulegar - myndir
Tveir bílar fóru útaf í sömu brekkunni í sunnanverðum botni Stöðvarfjarðar í gær sem oft er kölluð Óseyrarbrekkan. Aðstæður voru mjög hættulegar.Íbúafundir í Fjarðabyggð vegna eldgossins í Holuhrauni
Tveir almennir upplýsingafundir verða haldnir í Fjarðabyggð í dag um jarðhræringarnar í Bárðabungu og eldgosið í Holuhrauni í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en Austurland er það landsvæði sem hvað oftast hefur þurft að glíma við SO2 gasmengunina frá Holuhrauni.„Okkar fólk er tilbúið að láta sverfa til stáls"
„Kröfur okkar eru bæði sanngjarnar og eðlilegar. Grundvallaratriði er að fólk geti framfleytt sér og sínum af dagvinnulaunum í stað þurfa að treysta á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð," segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi.Á þriðja tug kannabis planta gerðar upptækar á Austurlandi
Lögreglan á Austurlandi lagði hald á þriðja tug kannabis platna í fyrradag. Ræktunin sem var í heimahúsi var gerð upptæk. Auk efnanna lagði lögregla hald á ræktunarbúnað og lítilsháttar af öðrum efnum.Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Austurfrétt í dag en ekki fékkst uppgefið hvar á Austurlandi þetta var. Málið telst upplýst.
„Samstarf fólks við lögregluna hefur oft skilað miklu. Þess vegna hvetjum við hvern og einn að vera á varðbergi ef það veit um eitthvað svona og láta lögreglu vita um hæl," segir Elvar Óskarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Austurlandi.