Forsvarsmenn fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, velta margir fyrir sér hvaða áhrif breytingar á skattalögum um síðustu áramót koma til með að hafa á rekstur þeirra. Þá eru enn mörg fyrirtæki sem glíma við eftirköst hrunsins.
Ríflega 20 austfirsk fyrirtæki tóku á móti viðurkenningum frá Creditinfo í gær sem framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014. Matið byggir á ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækjanna.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að hætta skólahaldi á Hallormsstað. Unnið verður að nýjum samningi um samstarf við Fljótsdalshrepp um samstarf í skólamálum.
Hoffell II SU 802, skip Loðnuvinnslunnar, mun halda á loðnuveiðar fyrir HB Granda innan skamms. Skipið hefur lítið verið notað á Fáskrúðsfirði síðan nýtt Hoffell var keypt þangað síðasta sumar.
Fljótsdalshérað, AFL starfsgreinafélag, Austurbrú og AN Lausnir hafa gert samkomulag um frumkvöðlasetrið Hugvang á Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri AN Lausna, sem hýsa setrið, segir mikla eftirspurn eftir stuðningi með fólk með hugmyndir.
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf., birti fyrir skemmstu myndband á Facebook-síðu sinni og greindi frá því að ódýrt vinnuafl hefði bæst í starfsmannaflóru fyrirtækisins. Þrjár mýs höfðu komið sér vel fyrir í vinnusalnum og söfnuðu fræjum eins og enginn væri morgundagurinn.
Dýrasta árskortið í sund er á Fljótsdalshéraði og það þriðja dýrasta í Fjarðabyggð. Í Fjarðabyggð er einnig að finna dýrustu stöku stundmiðana fyrir fullorðna.
Dagur leikskólans er í dag og er hann haldinn hátíðlegur um allt land. Þetta er í áttunda skipti sem dagurinn er haldinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar úr hópi leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Umfangsmikilrannsókn á svefnvenjum Íslendinga og tengslum við heilsufar og lífsgæði er hafin. Bréf hafa verið send á tíu þúsund einstaklinga um allt land og leynast því þó nokkrir þátttakendur hér fyrir austan.
Kubbafabrikkan er nútímaleg og nýstárleg arkitektastofa sem opnaði í haust og er staðsett í Kaupmannahöfn í Danmörku og Seyðisfirði á Íslandi. Stofan leggur mikla áherslu á sjálfbæra og vistvæna hönnun og helsta markmið fabrikkunnar er að stuðla að grænni plánetu með tækni úr fremstu röð.