Uta kyrrsett í Mjóeyrarhöfn

mjoeyrarhofn suralsskipFlutningaskipið Uta hefur verið kyrrsett í Mjóeyrarhöfn. Umboðsaðili skipsins segir um gamla skuld að ræða sem sé óviðkomandi núverandi rekstraraðilum eða Alcoa sem það er í flutningum fyrir.

Lesa meira

Hrund Snorra fékk flestar útstrikanir á Vopnafirði

vopnafjordur 02052014 0004 webHrund Snorradóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarmanna og óháðra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Vopnafirði fékk flestar útstrikanir af frambjóðendum í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Austurbrú í fjárþröng: Óbreyttur rekstur ekki kostur

austurbru logoRúmlega tuttugu milljóna króna tap varð á rekstri Austurbrúar á síðasta ári. Endurskoðandi stofnunarinnar telur að með óbreyttum rekstri geti hún ekki staðið við skuldbindingar sínar í ár. Aðgerðir eru þegar hafnar til að rétta við fjárhaginn.

Lesa meira

Ekki beðið með verðhækkanir til að sleppa við svartan lista ASÍ

karahnjukarLandsvirkjun segist ekki hafa beðið með hækkanir á gjaldskrá til að forðast að lenda á svörtum lista Alþýðusambands Íslands. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segist „ekki par hrifinn" af nýlegum hækkunum á heildsöluverði raforku frá fyrirtækinu.

Lesa meira

Fangelsisdómurinn yfir Friðriki Brynjari staðfestur: Frásögn hans stenst ekki blóðferla á vettvangi

mordmal domari2 07052013Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Austurlands um sextán ára fangelsisdóm yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni fyrir að hafa myrt Karl Jónsson á Egilsstöðum í maí í fyrra. Dómkvaddir matsmenn skiluðu nýrri greinargerð um blóðferlana í íbúð Karls en Hæstiréttur telur hana ekki styðja fullyrðingar Friðriks um sakleysi hans.

Lesa meira

Gunnhildur, Ingunn Bylgja og Guðmundur oftast strikuð út á Héraði

xb fherad x14Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokksins, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem var í fimmta sæti Héraðslistans og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fengu flestar útstrikanir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar