Flutningaskipið Uta hefur verið kyrrsett í Mjóeyrarhöfn. Umboðsaðili skipsins segir um gamla skuld að ræða sem sé óviðkomandi núverandi rekstraraðilum eða Alcoa sem það er í flutningum fyrir.
Hrund Snorradóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarmanna og óháðra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Vopnafirði fékk flestar útstrikanir af frambjóðendum í sveitarfélaginu.
Rúmlega tuttugu milljóna króna tap varð á rekstri Austurbrúar á síðasta ári. Endurskoðandi stofnunarinnar telur að með óbreyttum rekstri geti hún ekki staðið við skuldbindingar sínar í ár. Aðgerðir eru þegar hafnar til að rétta við fjárhaginn.
Fulltrúar Á-lista, Héraðslista og Sjálfstæðisflokks hittast í fjórða sinn í dag á fundi um myndun hugsanlegs meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.
Landsvirkjun segist ekki hafa beðið með hækkanir á gjaldskrá til að forðast að lenda á svörtum lista Alþýðusambands Íslands. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segist „ekki par hrifinn" af nýlegum hækkunum á heildsöluverði raforku frá fyrirtækinu.
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Austurlands um sextán ára fangelsisdóm yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni fyrir að hafa myrt Karl Jónsson á Egilsstöðum í maí í fyrra. Dómkvaddir matsmenn skiluðu nýrri greinargerð um blóðferlana í íbúð Karls en Hæstiréttur telur hana ekki styðja fullyrðingar Friðriks um sakleysi hans.
Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, byrjar sem forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í nýjum meirihluta Á—lista, Héraðslista og Sjálfstæðisflokks sem endanlega var myndaður í morgun.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gengu fyrir viku frá samkomulagi í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Til stóð að halda fyrsta bæjarstjórnarfundinn síðasta föstudag en honum þurfti að fresta þar sem bæjarstjórnin má ekki taka við strax.
Stefán Grímur Rafnsson, nýkjörinn sveitarstjórnarmaður á Vopnafirði, hvatti íbúa til að nýta sér tjáningarfrelsið og hafa með því áhrif á samfélagið í hátíðarræðu sinni á 17. júní.
Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokksins, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem var í fimmta sæti Héraðslistans og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fengu flestar útstrikanir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði.
Tilkynnt verður um nýjan meirihluta Á-lista, Héraðslista og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á morgun. Björn Ingimarsson verður áfram bæjarstjóri.
Betra Sigtún og K-listi félagshyggju á Vopnafirði skrifuðu í gær undir samkomulag um meirihlutasamstarf í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps næstu fjögur árin. K-listi byrjar með oddvitaembættið sem skiptist á milli framboðanna.